Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 122
Tímarit Má/s og menningar
6
Þau atriði, sem hér hefur verið drepið á og ég hef viljað kenna til þjóðareinkenna
í persónugerð okkar íslendinga, hafa öll hnigið að trúarlegu sviði, — hvernig við
gerum okkur grein fyrir tilverunni, viðhorfum okkar til máttarvalda og hvaða
afstöðu við tökum okkur út frá því til úrlausnar þess vanda, sem við höfum við
að stríða hverju sinni.
I þessum hugleiðingum hefur þvi áður verið hreyft, og þá fyrst og fremst í
sambandi við kristnitökuna árið 1000, hve hugsun sú, sem þar er beitt, er
bundin nánasta umhverfmu. Snorra goða verður það fyrst fyrir í leit að orsökum
hamfaranna suður á Reykjanesfjallgarði að leita þeirra í náttúrufyrirbærum frá
löngu liðinni tíð, sem hann hafði fyrir augum sér. Þegar Hallur á Síðu hefur
verið valinn lögsögumaður kristnu fylkingarinnar, þá verður ekki séð, að hann
eigi neinar viðræður við sinn nýja guð, sem hann hafði komist i samband við á
mjög svo elskulegan hátt við stórmessu sjálfan páskadaginn heima hjá sér austur
í Alftafirði. Honum verður fyrst fyrir að lita til samfélagsmálanna á íslandi.
Alþingi bar að koma í veg fyrir klofning samfélagsins, en þeim klofningi var
ekki hægt að afstýra nema í samvinnu við lögsögumann hins forna siðar. Og
þegar þessir foringjar andstöðuarmanna mætast og ræða mál sín, þá finna þeir
lausn, þvi að hjá þeim báðum er sterkara það afl, sem knýr þá báða að sama
marki, en hitt, sem missætti veldur. Báðir vildu varðveita einingu þess sam-
félags, sem þeir báðir tilheyrðu, því að sú eining var undirstaða þess, að forðast
mætti yfirdrottnan handan yfir Atlantsála og áþján hennar.
Hið sameiginlega vandamál þeirra var að finna leið til að vernda samfélagið,
sem þeir báðir voru fulltrúar fyrir. Og það tókst. Bráðri hættu var ýtt frá
ströndum hólmans. Vald og helgi hinna fornu guða máttu sín ekki meira en
það, að allir virðast hafa sætt sig nokkurn veginn við það, að helgidómum þeirra
væri grýtt í fossa eða höggvin á bál eða moluð með sleggjum. Og meginþorri
þeirra, er ísland byggðu á þeirti tíð, hafði þau kynni af hinum nýja sið, að
honum var það fullkomlega ljóst, að hann hafði sitt af hverju til síns ágætis. í
ritgerð minni „Skyggnst undir feldinn", sem upphaflega var flutt sem útvarps-
erindi, en birtist síðan i ritgerðasafninu „Rýnt i fornar rúnir“, færði ég veiga-
mikil rök fyrir þeirri skoðun. Og fylgjendur hins nýja siðar tóku hin nýju
ákvæði ekki alvarlegar en svo, að þeir gátu vel þolað það þegjandi og hljóða-
laust, að samborgararnir leyfðu sér að bjarga lífi sínu og sinna með því að stinga
upp í sig gómsætum hrossakjötsbitum, þegar harðnaði á dalnum, eða þótt
einhver nágranninn leitaði anda sínum svölunar í því að beygja kné sin fyrir
gömlu goði, sem dæmt hafði verið í útlegð.
376