Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 133
Gunnar Gunnarsson
Höfundurinn og leikhúsið
Viðtal við Peter Weiss
Peter Weiss (f. 1916) er í tölu meiriháttar leikskálda okkar tíðar. Weiss er tékkneskur að
uppruna og með tékkneskt vegabréf i vasanum fór hann frá Þýskalandi til Svíþjóðar árið
1939. Síðan 1945 hefur hann verið sænskur ríkisborgari. Weiss býr í Stokkhólmi og er
giftur Gunillu Palmsdema, sem er þekkt um hinn alþjóðlega leikhúsheim sem afarfær
sviðsmyndahönnuður.
Sá sem þessar linur ritar kynntist Peter Weiss í gegnum Dramatiska Institutet í
Stokkhólmi. Veturinn 1979 til 1980 hafði undirritaður það verkefni að fara gegnum
dramatúrgíu leikrita Weiss ásamt honum sjálfum. Við hittumst þannig nokkrum
sinnum og árangur þeirra funda var m. a. viðtal það sem hér fer á efdr.
Weiss hefur undanfarið lagt orð i belg í þeirri umræðu í sænskum leikhúsheimi, sem
snúist hefur um stöðu höfunda í leikhúsinu. Viðtalið var tekið upp í apríl 1980 og
samtalið snerist fljótlega um þetta efni: Höfundurinn og leikhúsið.
Weiss byrjaði sinn feril sem myndlistarmaður og kvikmyndari og var á þeirri tíð
upptekinn af súrrealismanum. Ahugi hans á framúrstefnu þeirra tíma olli því, að
honum gekk illa að aðlagast sænsku menningarlífi. Eftir komuna til Svíþjóðar
lagði hann sig mjög eftir sænsku, skrifaði á sænsku, en síðar, eftir að skrif hans
margfölduðust, ákvað hann að halda sig einvörðungu við þýsku.
„Það hefur reyndar alla tíð verið erfitt að skrifa á einu máli, en tala annað,“
sagði hann. „Ég tala lifandi mál, mál sem ég heyri allt í kringum mig, mál sem
ég les daglega. En ég skrifa á máli sem í mínum heimi er eiginlega dautt. Mín
þýska er nánast persónuleg og endurnýjast ekki eins og nauðsynlegt er.“
Það verk sem færði Peter Weiss heimsfrægð, heitir því langa nafni „Jean-Paul
Marat ofsóttur og myrtur svo sem það var framfært á sviði af sjúklingum
Charenton spítalans undir stjórn herra de Sade“. Þetta leikrit er venjulega aðeins
kallað „Marat/Sade“ og kom fyrst á svið í Berlín árið 1964. Síðan hefur það verið
leikið um veröld víða, líka á íslandi og kemur enn á svið í Stokkhólmi haustið
1980. „Rannsóknin“ heitir annað verk eftir hann og hefur það leikrit einnig
verið fært á svið í mörgum löndum. „Rannsóknin“ fjallar um ógnarveröld
einangrunarfangabúðanna. Meðal nýrri verka Weiss má nefna „Hölderlin“ sem
387