Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 88
Kjartan Ólafsson
Yfirvald og þurfalingar
Magnús Jónsson (f. 1865, d. 1947) var sýslumaður í Gullbringu og Kjósarsýslu og
bæjarfógeti í Hafnarfirði 1909—1930, sömu ár var hann einnig bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Magnús var mjög virðulegur á velli og upphafinn í fasi, gekk með gullbryddað
embættiskaskeiti og virtist ímynd hins fjarlæga valds; við börnin í Firðinum vorum
logandi hrædd við hann og svipuð hygg ég hafi verið viðhorf Margra uppkominna
alþýðumanna. En ekki er allt sem sýnist. Faðir minn, Kjartan Ólafsson sem kenndi sig
við Hafnarfjörð meðan hann hafði afskipti af opinberum málum til þess að greina sig frá
mörgum kunnum alnöfnum i Reykjavík, var lögregluþjónn hjá Magnúsi 1926—1931
og kynntist allt öðrum hliðum á yfirvaldinu og trúlega næsta sjaldgæfum á þeirri tið. Frá
þeim kynnum greindi hann i bréfi til Hjartar Kristmundssonar skólastjóra í Reykjavík.
Þetta bréf er heimild um Magnús Jónsson og aldarfar sem mikill meirihlud þjóðarinnar
virðist búinn að gleyma að viðgekkst hér á landi fyrsta þriðjung þessarar aldar. Hér fer á
eftir meginhluti bréfsins, en það er dagsett 6. sept. 1963.
Magnús Kjartansson.
Nokkru eftir að ég fluttist til Hafnarfjarðar árið 1920 fór ég eitt sinn á
baejarstjórnarfund til að hlusta á umræður. Fundinum stýrði Magnús Jónsson,
bæjarstjóri og bæjarfógeti. Eitt af aðalmálum fundarins voru fátækramálin, enda
voru þau erfið í mörgum kaupstöðum fyrrum. Á fundinum höfðu sumir
bæjarfulltrúarnir uppi allmiklar ádeilur á meðferð þessara mála. Töldu þeir að
framfærslumál bæjarins væru mikils tii of fjárfrek. Beindust ádeilurnar að stjórn
fátækramálanna og þá einkum að bæjarstjóranum, sem sá um framkvæmd
þeirra.
Bæjarstjórinn stóð upp til að verja gerðir sínar. Ekki var hann gæddur neinni
hrífandi mælsku, en málflutningur hans var á þá lund að hann hitti mig beint í
hjarta. Mér varð fljótt ljóst að hér talaði vinur og málsvari fátæklinga og
þurfamanna. Eitt var þar æðsta boðorðið; „Enginn má líða skortl\ og það
endurtók hann oftar en einu sinni. Þegar bæjarstjóri hafði lokið máli sínu héldu
ádeilurnar áfram og þyngdust nokkuð. Lét einn bæjarfulltrúinn að því liggja, að
líklega væri rétt að bæjarstjórnin gerði samþykkt sem gæti orðið hemill á hina
óforsvaranlegu eyðslu til fátækramálanna. Aftur tók bæjarstjórinn til máls og
hafði nú hitnað nokkuð. Hann brýndi raustina, er hann sagði eitthvað á þessa
342