Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 42
Tímarit Máls og menningar
Einu sinni kom leiðtogi heim til okkar. Hann var nýkominn úr útlegð.
Fjölskyldurnar fögnuðu endurkomu hans. Ég held meira að segja að það
hafi verið Allah. Bræður mínir voru watani.' Þeir lokuðu oft verslun
sinni í mótmælaskyni við Frakka. En ég, ekki gat ég gert uppreisn. Maður
fær ekki breytt gangi örlaganna. Hvernig átti eiginlega að fara að því? Ég
átti að taka öllu sem að höndum bar með þegjandi þögninni. Barnið olli
mér engum óþægindum og ég einsetti mér að gleyma föðurnum. Oft
kom það fyrir að hann vitjaði mín í draumi. Hann áminnti mig að hegða
mér í öllu skikkanlega. I fyrstu draumunum reif ég i hvítt skegg hans og
læsti nöglunum framan í hann. Hann var alltaf jafn stífur og óhaggan-
legur. I draumunum sem á eftir fylgdu gróf ég hann upp og leiddi hann
að aftökusteininum. Línklæði hans voru ætíð jafn hvít og fyrsta daginn.
Maurarnir höfðu ekki þorað að eyðileggja þau. Líkami hans var ósnertur.
Þetta var án efa dýrlingur! Þegar ég hafði stungið hann í gegn með
sverðinu mínu, hörfaði hann aftur til grafarinnar til að hvíla á ný í
himneskum friði. Ég eltist í kirkjugarðinum. Brjóst mín sigu, hár mitt
losnaði og hrundi niður á gröfina. Þetta hlaut að vera bölvun tunglsins.
Stundum heltók mig reiði og ég settist á hækjur mér og meig þvagi og
tíðablóði á gröf hans, ögrandi djöflinum sem skyldi reka burt verndar-
engla hins dauða. Þetta var hreinasta vitfirring! í eitt skiptið var það hann
sem færði sig úr stað. Hann birtist mér sem skjannabjartur geisli. Hann
færðist nær mér og rétti mér leirskál fulla af vatni. Hann sagði við mig:
„Vatn þetta kemur úr vin spámannsins okkar. Glataðu ekki skálinni. . .“
Morguninn eftir réði móðir mín fyrir mig drauminn. Reyndar gat þessi
gjöf aðeins táknað barnið sem myndi fæðast. (Barn sem yrði brothætt og
dýrmætt.) Vatnið, það var meira en lífið, það var líka hamingjan sem enn
var höndlanleg, von lífsgleðinnar. Eftir þennan draum vildi ég reka
þennan vesalings mann burt úr martröðum mínum. En hann bjó
óhagganlegur í vitund minni. Ég beindi hugsunum mínum eftir nýjum
brautum, bjó þeim jafnvel völundarhús, en allt kom fyrir ekki, mér tókst
ekki að hrista hann af mér, hann var þarna stöðugt, strangur, þurrlegur,
ógnandi eins og klettur.
Ég vissi ekki hvert ég átti að leita með þessa þráhyggju mína. ímynd
3 Watani: arabiskir andspyrnumenn gegn Frökkum.
296