Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 32
Tímarit Máls og menningar
Frakklands vegna pólitísks ágreinings heima fyrir. Svo ekki sé nú minnst á þann
fjölda farandverkamanna sem leitar til Frakklands (eða annarra Evrópulanda)
sökum atvinnuleysis eða vonar um hærri laun.
Af framangreindum ástæðum þarf engan að undra að eftirtalin viðfangsefni
séu algeng í magrebískum bókmenntum, bæði í bundnu og lausu máli: tog-
streita milli tveggja menningarheima (fransks-arabísks), uppreisn (gegn frönskum
áhrifum eða innlendri harðstjóm), útlegð (frá heimalandinu) og staða og hlutverk
konunnar. Hér verður nú minnst lítillega á það síðast nefnda, en að sjálfsögðu
eru öll þessi atriði meira eða minna tengd, t. d. kúgun nýlenduherrans á þeim
innfædda og kúgun islamsks fjölskylduföður á eiginkonu(m) og börnum.
Draumurinn um heimilið, sem skipar stóran sess í tilfinningalífi
Múhameðstrúarmanna, er oft tengdur minningunni um móðurina. Sjálfsagt
vegna þess að samkvæmt aldagróinni hefð fara konurnar sjaldan út fyrir veggi
heimilisins, sem er hvort tveggja í senn riki þeirra og fangelsi. I þessu tilliti sem
og svo mörgum öðrum tók vitundarvakning og jafnréttisbarátta kvenna mikl-
um stakkaskiptum í sjálfstæðisbaráttunni gegn Frökkum, einkum í Alsír, þar
sem við rammastan reip var að draga. Margar konur tóku virkan þátt í þeirri
baráttu, störfuðu t. a. m. með hryðjuverkahópum, og er Djamila Boupacha
þekktasta dæmið þar um.
Nú eru svonefnd kvenfrelsismál mjög á döfinni í magrebískum bókmennt-
um, jafnt hjá karl- sem kvenrithöfundum (sem enn eru þó sorglega fáar). I
fornum kveðskap sem varðveist hefur í munnlegri geymd vaða uppi ungar
stúlkur sem harma illt hlutskipti sitt, sumsé að hafa ekki getað krækt sér í mann;
i nútímaskáldskap eru menn nú farnir að taka gagnrýna afstöðu til hefðbundins
islamsks hjúskapar, þar sem hvorki brúðgumi né brúður hafa nokkur áhrif á
makaval: fyrir brúðkaupsnóttina er varla um nokkur kynni að ræða (þau fá að
berja hvort annað augum fyrir siðasakir, og hvað manninum viðvíkur þá eru það
aðeins augun sem hann sér, því andlit konunnar er að öðru leyti hulið blæju).
Þess vegna upplifir konan brúðkaupsnóttina oft sem hreina og klára nauðgun. í
hefðbundnu norðurafrísku samfélagi var ennfremur löglegt að maðurinn mætti
útskúfa konu sinni eftir eigin geðþótta. Nú beina ungir rithöfundar spjótum
sínum gegn þessari hefð, m. a. með því að fjalla um þær truflanir á sálarlífi barna
sem útskúfun móðurinnar veldur. í stuttu máli hafa menn gert sér grein fyrir
því, eins og víða, að róttæk breyting á stöðu kvenna er ein af frumforsendum
fyrir bættri samfélagsskipan.
Þessum orðum er ætlað að fylgja úr hlaði þremur þýðingum á verkum
magrebískra höfunda, sem fjalla reyndar öll um brúðkaupsnóttina og hjóna-
286