Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 32
Tímarit Máls og menningar Frakklands vegna pólitísks ágreinings heima fyrir. Svo ekki sé nú minnst á þann fjölda farandverkamanna sem leitar til Frakklands (eða annarra Evrópulanda) sökum atvinnuleysis eða vonar um hærri laun. Af framangreindum ástæðum þarf engan að undra að eftirtalin viðfangsefni séu algeng í magrebískum bókmenntum, bæði í bundnu og lausu máli: tog- streita milli tveggja menningarheima (fransks-arabísks), uppreisn (gegn frönskum áhrifum eða innlendri harðstjóm), útlegð (frá heimalandinu) og staða og hlutverk konunnar. Hér verður nú minnst lítillega á það síðast nefnda, en að sjálfsögðu eru öll þessi atriði meira eða minna tengd, t. d. kúgun nýlenduherrans á þeim innfædda og kúgun islamsks fjölskylduföður á eiginkonu(m) og börnum. Draumurinn um heimilið, sem skipar stóran sess í tilfinningalífi Múhameðstrúarmanna, er oft tengdur minningunni um móðurina. Sjálfsagt vegna þess að samkvæmt aldagróinni hefð fara konurnar sjaldan út fyrir veggi heimilisins, sem er hvort tveggja í senn riki þeirra og fangelsi. I þessu tilliti sem og svo mörgum öðrum tók vitundarvakning og jafnréttisbarátta kvenna mikl- um stakkaskiptum í sjálfstæðisbaráttunni gegn Frökkum, einkum í Alsír, þar sem við rammastan reip var að draga. Margar konur tóku virkan þátt í þeirri baráttu, störfuðu t. a. m. með hryðjuverkahópum, og er Djamila Boupacha þekktasta dæmið þar um. Nú eru svonefnd kvenfrelsismál mjög á döfinni í magrebískum bókmennt- um, jafnt hjá karl- sem kvenrithöfundum (sem enn eru þó sorglega fáar). I fornum kveðskap sem varðveist hefur í munnlegri geymd vaða uppi ungar stúlkur sem harma illt hlutskipti sitt, sumsé að hafa ekki getað krækt sér í mann; i nútímaskáldskap eru menn nú farnir að taka gagnrýna afstöðu til hefðbundins islamsks hjúskapar, þar sem hvorki brúðgumi né brúður hafa nokkur áhrif á makaval: fyrir brúðkaupsnóttina er varla um nokkur kynni að ræða (þau fá að berja hvort annað augum fyrir siðasakir, og hvað manninum viðvíkur þá eru það aðeins augun sem hann sér, því andlit konunnar er að öðru leyti hulið blæju). Þess vegna upplifir konan brúðkaupsnóttina oft sem hreina og klára nauðgun. í hefðbundnu norðurafrísku samfélagi var ennfremur löglegt að maðurinn mætti útskúfa konu sinni eftir eigin geðþótta. Nú beina ungir rithöfundar spjótum sínum gegn þessari hefð, m. a. með því að fjalla um þær truflanir á sálarlífi barna sem útskúfun móðurinnar veldur. í stuttu máli hafa menn gert sér grein fyrir því, eins og víða, að róttæk breyting á stöðu kvenna er ein af frumforsendum fyrir bættri samfélagsskipan. Þessum orðum er ætlað að fylgja úr hlaði þremur þýðingum á verkum magrebískra höfunda, sem fjalla reyndar öll um brúðkaupsnóttina og hjóna- 286
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.