Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 64
John Pilger
Annað Indókínastríð
Bandaríkjamanna
Nú er monsúntíminn runninn upp og rauð leðjan gengur upp á „nýlendu-
virkið“ í úthverfi Aranyaprathet, nokkrar mílur Thailandsmegin við landamæri
Kampútsíu. Þetta er þyrping snoturra húsa á súlum þar sem nýríkar Thai-fjöl-
skyldur búa og allt ber vitni um velmegun og uppgrip í kjölfar dæmalausra
hörmunga handan við landamærin. Þarna er stór vörumarkaður með vestrænu
sniði og fjöldi auðugra útlendinga í óvissum erindagerðum sem öll þjónustan
snýst um.
Hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar á hér hús og fyrir því ræður fyrrverandi
foringi í Grænhúfusveitunum, nú Jesúítaprestur. I nágrenninu er landamæra-
miðstöð UNICEF, Barnahjálparsjóðs Sameinuðu þjóðanna, með kumpánlegri
símastúlku, barnaársskreytingum og kældri loftræstingu, svo er hér varðstöð
Heimshjálparinnar þaðan sem þrettán trúboðar Samkundu Guðs halda inn í
Rauðu kmeravirkið Sa Kaeo, sem staðarmenn þekkja sem flóttamannabúðir
Sameinuðu þjóðanna, og boða þar þúsundum þann fögnuð að Jesús Kristur
muni frelsa þá og jafnvel fórnarlömb þeirra líka. I fyrra kom Roysalynn Carter í
þessar sömu búðir og sagði að Ameríkanar mundu frelsa þá, sem var sönnu nær.
Aranyaprathet í Thailandi, ásamt drjúgum skammti frá Amarillo, Texas, og
Saigon áður en hún „féll“. Þá borg þekktu margir útlendinganna hér og
minnast hennar með söknuði. Og reyndar á veitingahús Prols, þar sem allir
koma, margt sameiginlegt með Continental Palace í Saigon áður en kommún-
istar náðu því á sitt vald. Gestirnir kúrekar á vélhjólum með sólskyggni og
svarta hatta, inni Simon og Garfunkel af segulböndum, hamborgarar, Tom
Collins og þurrir martíni, bornir fram af börnum. „Kúrekarnir“ eru af ýmsu
tagi, fréttasnápar, viðurkenndir „sérfræðingar“ um þá Kampútsíu sem þeir hafa
aldrei augum litið, læknar sem spóka sig á hvítum sloppum með hlustunartækin
áberandi um hálsinn, svo eru hér skemmtiferðamenn og menn i opinberum
erindagerðum Bandaríkjastjórnar.
Þeir síðast töldu búa og vinna í stóru húsi með senditæki á þakinu. Stór floti
hvítra, óauðkenndra sendiferðabíla streymir til og frá, þeir eru einnig búnir
318