Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 151
Vigfús Jónsson
Barnaljóð
I ár, 1980, cru liðin 200 ár siðan fvrsta íslenska barnabókin var gefin út. að þvi best er
vitað. Það var árið 1780 sem Jón Eiriksson tékk sent til Kaupmannahafnar, þar sem hann
starfaði, handrit að Barnaljóðum móðurbróður sins, séra Vigfúsar Jónssonar að Stöð i
Stöðvarfirði, sem þá var löngu látinn (liann var uppi 1711—61). Jón vissi að ljóðin voru
til. hann hafði verið við nám hjá Vigfúsi þegar þau voru ort, en þau voru honum úr
minni liðin. Hann gaf þau út þetta sama ár hjá Nikulási Moller hofbókþrykkjara i
Kaupmannahöfn.
Jón Eiriksson skrifar formála að bókinni, ávarp til góðfúss lesara, og segir þarað ljóðin
hafi Vigfús ort árið 1739 þegar honum fæddist fyrsta dóttirin, Guðríður. Hann fagnaði
stúlkubarninu ákaflega og það þvi fremur „sem áður hafði óttast, vegna mikils mis-
munar á aldri þeirra hjóna. að honum eigi mundi barna auðið verða."
Barnaljóð Vigfúsar eru ort undir ljúflingslagi, eins og segir á titilsiðu, eða fornyröis-
lagi. Þetta er samfelldur bálkur upp á 106 visur, einkum heilræðavísur og hvatningarljóð
til barnsins.Jón heturbálkinn i heilu lagi i útgáfu sinni en lauslega mætti hluta hann i
þrennt.
Fyrst eru ávarpsorð þar sem skáldið segir frá tilefni kvæðisins og veltir vöngum
heimspekilega yfir lifi og tilveru (1, —27. visa). Hann hugleiðir livað dóttirin fái að lifa
lengi, hvernig henni vegni og hvetur hana til að treysta guði.
Annar og lengsti hluti bálksins eru veraldleg heilræði (28.-97. vísa) þar sem Vigfús
setur fram uppeldispólitik sina. Sú er afar athyglisverð fvrir margra hluta sakir. I stuttu
máli vill hann að dóttir sin verði hófsöm stúlka i alla grein, hann vill ekki hafa neinar
öfgar til eða frá. Um leið og hann biður hana einhvers hvetur hann hana til að ofgera nú
ekki. Hún á að vera orðvör en þó ekki of þögul, hún á að tala skrautlaust mál, en þó ekki
búralegt. hún á ekki að tala illa um fólk en ekki vera bliðmálug heldur. hún á að verja
sannleikann djarflega en þó ekki þrasa við þrætugjarna, hún á að gefa gott eftirdæmi án
þess þo að sækjast eftir hóli, hún á ekki að dekra höfðingja en jró ekki vera of stoit ef
henni er gert gott, forðast framagirni en vera þó ekki of vönd að virðingu sinni, vanda
val á vinum sínum en þykja vænt um allt fólk, vera staðföst og orðheldin en játa þó
yfirsjónir án þrjósku. Hún á að vera iðin og trúrækin en þó ekki leiðinleg heidur
skemmta sér lika hæversklega. Umfram allt á hún að temja sérgóða sjálfstjórn.
Siðasti hlutinn (97.—106. visa) er endurtekin bæn um varðveislu guðs, og að lokum
biður faðirinn dóttur sina að muna kvæðið.
405