Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 137
Höfundurinn og leikhúsið
kvæmni hefur leikið mín leikrit. Ég hef átt ákaflega gott, vísindalegt samstarf
við þá. Þess háttar vinnubrögð fyrirfinnast ekki hér í Svíþjóð enn. Vinnu-
brögðin hér? Æ, þetta helst allt í hendur. Um daginn sagði Ernst Hugo Járegárd
í viðtali: „Ég leik ekki Ríkharð þriðja, ég er Ríkharður“. Þessi gamla leikara-
kynslóð er enn haldin þessari firru. Þeir halda víst að leikhús verði best með því
að draga rulluna upp í gegnum magann á sér, að þeir eigi að troða inn í
hlutverkið sínum eigin sálarosti, að vera, en ekki túlka, að flytja. Og svo hreytir
hann ónotum og fyrirlitningu í þá sem vilja greina leikverkið. Þetta sem
Járegárd sagði er dæmigert fyrir þessa eldri kynslóð leikara og leikhússfólks sem
enn hafa ekki skilið hvernig vinna á í leikhúsi. Enn þann dag í dag, eftir margra
áratuga vísindastörf innan leikhúsfræðanna, þá troða þeir fram þessir heiðurs-
menn og sýna hve utanveltu þeir eru í eigin starfsgrein. Það er þessi borgaralega
andmenntastefna, þessi afstaða þeirra gagnvart leikhúsinu, að það sé til einskis
annars en skemmta en alls ekki mennta.
Þetta telst varla fögur lýsing á leikhúsinu.
Nei. Og það er undarlegt að samtímis sem maður bendir á allt sem vantar,
bendir á alla ósamkvæmnina, alla vitleysuna, þá elskar maður leikhúsið. Jafnvel
þessa leikara sem stundum segja svo mikla vitleysu. Það er þetta leikhúsand-
rúmsloft sem nægir að nefna við aðra leikhúsmanneskju og þá skilja báðir. Eg
elska leikhúsið, og kannski er það þess vegna sem ég stenst ekki reiðari én þegar
ég sé hve illa margir vinna þar.
Hvert leikrita þinna kom fyrst á svið?
„Rotondan“. Það var skrifað á sænsku og leikið í litlu kjallaraleikhúsi í
Stokkhólmi. Það fór víst framhjá flestum. Svo skrifaði ég stórt, súrrealistískt
leikrit sem heitir „Tryggingin“. Það var 1952 sem ég gekk frá því. Enginn
leikstjóri hefur enn lagt í það. Svo skrifaði ég ekki leikrit fyrr en að
„Marat/Sade“ fór að kreika. Það var upp úr 1960. „Marat/Sade“ var strax sett á
svið og gerði lukku. Ég sló í gegn. Ög það er nú einu sinni svo í leikhús-
heiminum, að slái maður í gegn, þá verður brautin greiðari eftir það. „Mar-
at/Sade“ var sýnt í hverju stórleikhúsinu á fætur öðru eftir Berlínarfrumsýn-
inguna. Peter Brook setti það upp í London og svo kom París og New York þar
á eftir. En úr því ég nefni þessa hluti, úr því ég nefni „Marat/Sade“, er rétt að
taka fram, að þótt ég verði voðalega leiður þegar Járegárd segir svona hluti eins
og ég tilgreindi áðan, þá met ég hann mikils sem leikara. Hann gerði stórkost-
legan hlut í „Marat/Sade“. Því gleymi ég aldrei. En það felst í þessu mótsögn.
Hann er góður. Leiðinlegt að hann skuli ekki geta, eða ekki vilja, víkka
sjóndeildarhringinn. Ennþá taka þeir bókmenntagreininguna og traðka hana í
391