Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 16
Tímarit Aláls og menningar
Þegar mér barst boðsskeytið frá Sameinuðu þjóðunum varð ég þess vegna
bæði forviða og ringluð. Eg kallaði strax saman fund í Húsmæðrafélaginu, og
þar voru allar sammála um að ég og ein önnur kona ættu að fara. En vegna
peningaleysis kom í ljós að við gætum aðeins sent einn fulltrúa. Næsta dag fór
ég á fund sem foringjar og trúnaðarmenn verkalýðsfélaganna héldu og stóð upp
og sagði frá boðinu og allir fögnuðu með lófataki þeirri ákvörðun að senda mig
af stað og mér var jafnvel lofað fjárstuðningi til að undirbúa ferðina.
Að því búnu fór ég til La Paz ásamt nokkrum félögum úr Húsmæðrafélag-
inu, bjó mig til ferðar og reyndi að fá öll nauðsynleg skilríki. Eg varð ein eftir til
að leggja síðustu hönd á undirbúninginn. Margir dagar liðu, og smám saman
var ég orðin vondauf um að komast af stað, því allt i einu vildu þeir ekki gefa
mér vegabréfsáritun.
Þá vildi svo til að nokkrir verkalýðsforingjar komu til La Paz frá Siglo Veinte,
og þeir urðu mjög undrandi að sjá að ég var ekki enn farin. Við fórum því saman
á skrifstofu innanríkisráðuneytisins, og félagarnir sögðu: „Hvað gengur hér á?
Hvers vegna er Domitila ekki löngu komin til Mexíkó? í dag hefst alþjóðlega
kvennaárið, og hvað gerist hér, er ykkur alveg sama? Okkar konur hafa alveg
eins mikinn rétt að taka þátt i því og ykkar, eða hvað?“
Við mig sögðu þeir: ,Jæja, þeir vilja greinilega ekki leyfa þér að fara svo við
höfum hér ekkert meira að gera. Þeir vilja sem sagt ekki leyfa þér að fara úr landi
þó að þér sé boðið af Sameinuðu þjóðunum. En nú kærum við til Sameinuðu
þjóðanna, já, við látum ekki við það sitja heldur förum við heim og gerum
verkföll til að mótmæla svona meðferð. Komið. Við eyðum bara tímanum hér
til ónýtis."
Með þessum orðum skálmuðu þeir með mig til dyra, en þá kom annað hljóð
i strokkinn.
„Nú“, sagði ráðuneytisfólkið, „af hverju sögðuð þið það ekki strax? Andar-
tak, bíðið aðeins. Jæja, svo frúin hefur fengið boð frá Sameinuðu þjóðunum,
það hefðuð þið átt að segja fyrr. Megum við sjá það?“
Hvort þau máttu! Já, það var einkennilegt með þetta boðsskeyti, það var
sífellt verið að biðja mig að framvísa því og ævinlega glataðist það með
dularfullum hætti. En námuverkamennirnir þekktu til á ríkisstjórnarskrif-
stofunum og höfðu því látið ljósrita skeytið í fjölda eintaka. Um leið og eitt
eintak var týnt dró ég fram annað og lét þá fá. Frumritið var í öruggri vörslu hjá
verkalýðsforingjunum, og ef fýrsta ljósritabunkann þryti voru þeir tilbúnir með
annan.
Eg gaf þeim enn eitt afrit, og á minna en klukkutíma var öllum hindrunum
270