Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 121
..Hverju reiddust godini látlausu setningu „Kirkja fyrirfmnst engin“. Þá er ekki síður lærdómsríkt að kynna sér, hvers konar orðbragð íslenska þjóðsagan kýs sér frammi fyrir helgidómum trúarbragða sinna. Kellingin með sálina hans Jóns síns í eltri hlandblöðru leyfir sér ekkert minna í baráttunni fyrir því að koma karlfuglinum sínum inn í himnaríki en að demba því beint framan í Maríu mey, þegar hún telur kvensemi Jóns sáluga standa í vegi fyrir inngöngu hans í himnaríki, að henni farist síst um að tala, þar sem einn krakkaangann hafi hún átt og aldrei getað feðrað hann. Hún baunar miskunnarlaust á Pál postula ofsóknum hansgegn kristnum mönnum, og Pétur postula lætur hún rétt heyra það, að þrisvar sinnum kom hann því i verk að afneita frelsara sínum, meðan hanaskömmin nuddaðist við að gala einu sinni. Litum að síðustu á trúarleg viðhorf íslendinga, eins og þau birtast í skáld- verkum, sem komist hafa næst hjartarótum þjóðarinnar. Eitt frægasta og mikilúðlegasta skáldverk, sem við eigum, er Sonatorrek Egils Skallagrímssonar. Þegar Egill telur sig harðast leikinn af guðum sínum, svo að honum verður tregt tungu að hræra, þá fyrst getur hann aflað sér hugsvölunar, þegar hann herðir sig upp í að ganga hispurslaust til reikningsskila við guðdóminn og láta hvergi deigan síga. Það var ekki svo, að Egill vissi ekki upp á sig sakir. Hann hafði látið primsignast til að þóknast kristnum hundum. En þar fyrir þurfti hann ekki að þegja um brigð Óðins í hans garð. Þá kemur í hugann sama viðhorf til máttarvaldanna í einu vinsælasta skáldverki þessarar aldar. Kristrún í Hamravík gengur hreint ekkert óskörulegar en Egill til reikningsskilanna við sinn guð. Hún kinokar sér ekkert við að minna máttarvöldin á samninga, sem hún telur þau hafa við sig gert, og gerir þá kröfu, að við þá sé staðið frá þeirra hendi. Með djörfung ber hún fram málsvarnir gegn þeim sökum, sem þau kynnu að vilja bera henni á brýn. Fyrir mitt leyti verð ég að segja það með allri virðingu fyrir hreysti Egils Skallagrímssonar, að í mínum augum er Kristrún honum miklu skörulegri fyrir dómstóli drottinvaldanna. — Þó kemst hvorugt þeirra, Kristrún né Egill, með tærnar, þar sem Bólu-Hjálmar er með hælana, í máldirfsku við máttarvöldin. Þegar sjálfstæðisglóðin brann heitast í brjóstum íslendinga um miðja 19. öld og við áttum sjálfstæðishetju, sem hikaði ekki við frammi fyrir sjálfu umboðsvaldi danakonungs að mótmæla gerðum þess og það í nafni konungs sjálfs og á þann hátt, að allur þingheimur tók undir, þá ávarpaði Bólu-Hjálmar drottin allsherjar nokkrum orðum, þar sem hann sameinar bæn og hótanir, ef ekki er brugðist við: „Legg við, faðir, líknareyra, / leið oss einhvern hjálparstig; / en viljirðu ekki orð mín heyra, / eilíf náðin guðdómlig, / mitt skal hróp af heitum dreyra / himininn rjúfa kringum þig“. 375
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.