Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 112
Gunnar Bmediktsson
„Hverju reiddust goðin“?
i
A hátúnaslætti 1980 var umræðuþáttur í útvarpi, sem bar svo nýstárlega yfir-
skrift sem „Islensk hugsun“. Eg hlýddi gaumgæfilega og þóttist að nokkru
ríkari að umræðu lokinni, þótt aldrei kæmist ég raunar að skýrri niðurstöðu um
það, hvað verið væri að tala um eða á hvern hátt hugsunin væri greind fræðilega
frá öðrum þáttum mannlegs persónuleika. En um leið og mér barst nafn
þáttarins að eyrum, þá kviknaði á gamalli peru í kollinum. „Hverju reiddust
goðin?“ kvað við í huga mér, og á sömu stundu þóttist ég sannfærður um, að
þessi spurning í kristnisögu Islands hlyti að koma inn í umræðurnar áður lyki.
Það er óratími sem hún hefur vakað í vitund minni sem eitt ramíslenskasta
fýrirbæri þeirra bókmennta, sem almennt eru viðurkenndar sem höfuðeinkenni
þess andlega starfs, sem rækt hefur verið af íbúum þessa hólma, frá því hann fyrst
var mönnum byggður.
Ég læt heimspekingunum eftir að fella dóm um það, hvort þessi spurning
heyrir undir íslenska hugsun. Að vísu er henni hreint ekki varpað fram í neinu
hugsunarleysi. Hitt er meira vafamál, hvort hugsunin ein út af fyrir sig getur
flokkast undir eitthvert séríslenskt fyrirbæri. En það er sérkenni viðbragðsins
gegn félagslegu viðfangsefni, sem ég veit ekki til að eigi sér neina hliðstæðu í
menningarsögu mannskepnunnar og ég leyfi mér að nefna séríslenskt fyrirbæri,
þar til annað verður leitt í ljós, sem sannara reynist.
Þar sem okkar kynslóð á landi hér er víst ekki alveg eins vel heima i fornum
fræðum þjóðar okkar og fornar kynslóðir þessa lands, þá teljum við rétt að rifja
upp með fáum orðum tilefni þess, að ofanrituð spurning var sett fram, svo að
tilefni hennar megi liggja sem ljósast fyrir. Spurningin er tengd helgustu véum
íslenskrar sögu, á sjálfum Þingvelli og bundin ekki minni atburði en þeim,
þegar sjálf kristnin er leidd í lög á þessum hólma úti í hafsauga. Hvert nýmælið
rekur annað. Islendingar hafa fjölmennt á Þingvöll svo sem best gerðist á þeirri
tíð í sambandi við alþingi, því að það mun hafa sveimað yfir öllum byggðum
milli fjalla og stranda, að nú væri mikilla tíðinda að vænta. Hin stórbrotnustu
fyrirbæri brugðust ekki heldur, hvort heldur þingheimur beitti sjón, heyrn eða
þefjan. Þar bar fýrir augu fýlkingar manna, sem báru uppi mannhæðarháa
366