Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 134
Tímarit /VIáls ug menn'tngar
fyrst var sýnt 1971 og „Réttarhöldin“ (1975), leikrit sem hann vann upp úr
samnefndri skáldsögu Kafka.
Allan áttunda áratuginn hefur Weiss verið að skrifa skáldsöguþrílógíu sina,
„Fagurfræði andspyrnunnar“. Fyrstu tveir hlutarnir eru þegar komnir á þrykk
og þýddir á ýmsar tungur. Þriðji hlutinn sprettur fram úr penna hans þessa
dagana.
Hefurþaó skipt rnáli fyrir leikritun pína, að pú varst myndlistamiaður í byrjun?
Vissulega. Hið myndræna er mér ákaflega þýðingarmikið. Það er alveg á
hreinu. Ég verð jafnan fyrir mestum áhrifum af því sem ég sé og get tengt
myndskyni mínu. Eg get ekki sagt annað en að í skrifum hafi ég notið góðs af
þeim árum þegar ég starfaði sem málari.
Hvað olli pví aðpú byrjaðir að skrifa, skrifa fyrir leikhús?
Ég veit það ekki. Ég skrifaði smásenur og þætti frá fyrstu tíð, gjarnan í
tengslum við teikningar og málverk og mitt þema var þá oft „veraldarleikhús-
ið“, ýmsar dramatískar aðstæður í sambandi við ferðaleikhús miðalda, málverk
sem sýna þessa gömlu leikhúshefð i Evrópu. Heimurinn sem leiksvið. Mitt
hugmyndaflug hefur lengi snúist kringum þetta fyrirbæri. Eg held því að þessar
myndrænu/dramatísku hugmyndir minar séu og hafi alltaf verið mér í blóð
runnar. Að ég fór alfarið að hugsa um leikhús? Það var fullkomlega eðlilegt. En
reyndar hef ég líka gert kvikmyndir. Eg held ég hafi gert 15 filmur eða svo.
Heimildarmyndir. Súrrealistiskar tilraunamyndir. Þær uxu líka fram úr minni
gömlu myndlistariðkun. En ég bendi á að ég er ekki einvörðungu leikskáld. Eg
hef líka skrifað þó nokkuð af prósa. Síðustu tiu árin hef ég skrifað skáldsögu,
sem að visu er mjög dramatisk og hefur reyndar að geyma uppkast eða efnivið i
drama, þ. e. a. s. Engelbrektsdramað sem Brecht byrjaöi að skissa upp þegar
hann var flóttamaður hér i Sviþjóð. Ég hef rissað þetta Engelbrekt-drama i
tveimur hlutum. Þar er um að ræða sambandstimann undir Margrétu drottn-
ingu og síðan uppreisnartímabilið, hina stóru frelsisbaráttu sem háð var hér i
Sviþjóð. Drama og prósi? Fyrir mér haldast þessi tjáningarform i hendur.
Þú nefndir miðaldaleikhús, ferðaleikhús íMiðevrópu. Heldurðu að t. d. Te'kkarse'u
meira leikhúsfðlk en við he'r norður á hjaranum?
Það er ómögulegt að segja. í Finnlandi er leikhúshefðin t. d. afar rótföst og
sömuleiðis i Sovétríkjunum. Ef við miðum við Svíþjóð, þá reikna ég með að
þjóðir Miðevrópu séu nátengdari leikhúsinu tilfinningalega, þær hafa kannski
vanist því að nota leikhúsið meira sem tjáningarform, svona spontant á ég við,
en Svíar hafa líka átt mikla leikhúshöfunda, ekki hvað sist Strindberg. Nei,
veistu, það er sjálfsagt enginn munur á þessu. Það eru vissulega til þjóðir sem
388