Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 6
Tímarit Máls og menningar
Tímaritsins á þessu ári, hlýtur hver lesandi að túlka út frá eigin reynslu og lestri.
Kynningin á Hughes i blaðinu finnst mér gefa einhliða mynd af honum, og
aðra en þá sem ber fyrir augu í „Letters home“, úrvali bréfa sem Sylvia Plath
skrifaði móður sinni og bróður. Um helmingur þeirra bréfa er skrifaður löngu
áður en þær mæðgur hafa hugmynd um að verið er að ala náttúruunnandann
Ted upp í Jórvíkurskíri, en þó sér „mamm’ennar Sylviu“ ástæðu til að skrifa í
formála að bréfaúrvalinu: „Ég er ákaflega þakklát Ted Hughes fyrir að veita mér
góðfúslega útgáfuréttinn á þessu úrvali bréfa Sylviu Plath.“ Ég tek hreinlega
andköf! Hve langt geta konur gengið í áköfu þakklæti fyrir sjálfsagða hluti? Því
þarf þessi kona að vera svo þakklát Ted Hughes, sem átti drjúgan þátt í því hve
snögglega hann varð „fyrrverandi tengdasonur“ hennar, fyrir að fá að birta bréf
sem hann kom aldrei nálægt að skrifa, hvað þá heldur að móttaka? Jú, vegna
þess að hann var enn kvæntur Sylviu Plath þegar hún fyrirfór sér og samkvæmt
lögum karlveldisins á hann útgáfurétt á öllu sem hún skrifaði um dagana. Ég er
ekki að fjölyrða um þetta til að reyna að gera Ted Hughes að skrimsli og Sylviu
Plath að pislarv'ætti í augum lesenda. Ég er að reyna að vekja athygli á því að
Tímarit Máls og menningar er algerlega gegnsýrt hefðbundinni heimssýn' karla
enda skrifað að mestu af körlum.
í Timaritunum fjórum frá seinasta ári eru ljóð eftir tvær konur, fjórir
ritdómar skrifaðir af konum, ein smásaga er þýdd eftir erlenda konu, ein ritgerð
karls nokkurs um verk annars er þýdd af konum og svo eru örfáar sjálfstæðar
greinar eftir konur sem allar tengjast „barnaefninu“ því árið var jú barnaár. Sem
sagt, konur hafa helst eitthvað til málanna að leggja frá eigin brjósti þegar
umræðan fer inn á þeirra hefðbundnu sérgrein: barnauppeldi. Hafa konur
ekkert til málanna að leggja í hinni almennu umræðu um „mál og menningu“?
Er málið séreign karla og menningin ekki ætluð konum? Er konum umfjöllun
um þessi mál óhóflegur munaður sem þær geta ekki leyft sér með tvöfalt
vinnuálag? Eða er ritskoðunin á Tímaritinu svo harkaleg að þeim er bolað frá
þessari umræðu? Við þessum spurningum hef ég ekki svör á reiðum höndum.
Varðandi ritskoðunina veit ég þó að sjálf færi ég seint að senda að eigin
frumkvæði eitthvað til Tímaritsins sem væri í hrópandi ósamræmi við annað
efni þess. Ritskoðun karlveldisins er ekki aðeins að finna hjá körlum, heldur er
hún innbyggð í sjálfa mig og flestar okkar. Við þurfum að fjalla um þessi
viðhorf okkar og annarra og sjá þau í víðara samhengi. „Tímarit Máls og
menningar“ er að sjálfsögðu ekki einangrað karlveldisfyrirbrigði í fyrirmyndar-
samfélaginu heldur tímarit mjög keimlíkt öðrum, útgefnum af vinstri mönnum
í hinum kapitalistísku vestrænu iðnríkjum. Útgefendurnir eru flestir karlar sem
260