Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 6
Tímarit Máls og menningar Tímaritsins á þessu ári, hlýtur hver lesandi að túlka út frá eigin reynslu og lestri. Kynningin á Hughes i blaðinu finnst mér gefa einhliða mynd af honum, og aðra en þá sem ber fyrir augu í „Letters home“, úrvali bréfa sem Sylvia Plath skrifaði móður sinni og bróður. Um helmingur þeirra bréfa er skrifaður löngu áður en þær mæðgur hafa hugmynd um að verið er að ala náttúruunnandann Ted upp í Jórvíkurskíri, en þó sér „mamm’ennar Sylviu“ ástæðu til að skrifa í formála að bréfaúrvalinu: „Ég er ákaflega þakklát Ted Hughes fyrir að veita mér góðfúslega útgáfuréttinn á þessu úrvali bréfa Sylviu Plath.“ Ég tek hreinlega andköf! Hve langt geta konur gengið í áköfu þakklæti fyrir sjálfsagða hluti? Því þarf þessi kona að vera svo þakklát Ted Hughes, sem átti drjúgan þátt í því hve snögglega hann varð „fyrrverandi tengdasonur“ hennar, fyrir að fá að birta bréf sem hann kom aldrei nálægt að skrifa, hvað þá heldur að móttaka? Jú, vegna þess að hann var enn kvæntur Sylviu Plath þegar hún fyrirfór sér og samkvæmt lögum karlveldisins á hann útgáfurétt á öllu sem hún skrifaði um dagana. Ég er ekki að fjölyrða um þetta til að reyna að gera Ted Hughes að skrimsli og Sylviu Plath að pislarv'ætti í augum lesenda. Ég er að reyna að vekja athygli á því að Tímarit Máls og menningar er algerlega gegnsýrt hefðbundinni heimssýn' karla enda skrifað að mestu af körlum. í Timaritunum fjórum frá seinasta ári eru ljóð eftir tvær konur, fjórir ritdómar skrifaðir af konum, ein smásaga er þýdd eftir erlenda konu, ein ritgerð karls nokkurs um verk annars er þýdd af konum og svo eru örfáar sjálfstæðar greinar eftir konur sem allar tengjast „barnaefninu“ því árið var jú barnaár. Sem sagt, konur hafa helst eitthvað til málanna að leggja frá eigin brjósti þegar umræðan fer inn á þeirra hefðbundnu sérgrein: barnauppeldi. Hafa konur ekkert til málanna að leggja í hinni almennu umræðu um „mál og menningu“? Er málið séreign karla og menningin ekki ætluð konum? Er konum umfjöllun um þessi mál óhóflegur munaður sem þær geta ekki leyft sér með tvöfalt vinnuálag? Eða er ritskoðunin á Tímaritinu svo harkaleg að þeim er bolað frá þessari umræðu? Við þessum spurningum hef ég ekki svör á reiðum höndum. Varðandi ritskoðunina veit ég þó að sjálf færi ég seint að senda að eigin frumkvæði eitthvað til Tímaritsins sem væri í hrópandi ósamræmi við annað efni þess. Ritskoðun karlveldisins er ekki aðeins að finna hjá körlum, heldur er hún innbyggð í sjálfa mig og flestar okkar. Við þurfum að fjalla um þessi viðhorf okkar og annarra og sjá þau í víðara samhengi. „Tímarit Máls og menningar“ er að sjálfsögðu ekki einangrað karlveldisfyrirbrigði í fyrirmyndar- samfélaginu heldur tímarit mjög keimlíkt öðrum, útgefnum af vinstri mönnum í hinum kapitalistísku vestrænu iðnríkjum. Útgefendurnir eru flestir karlar sem 260
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.