Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 20
Tímarit Má/s og menningar Þær sögðu til dæmis að við sýndum algert ábyrgðarleysi að eignast öll þessi börn í allri þeirri neyð og eymd sem við byggjum við sjálfar. Við hefðum varla nóg til að fæða og klæða sjálfar okkur. Það var eins og þær álitu að takmarkanir barneigna væru eitthvert undrameðal sem gæti læknað á svipstundu hungur og vannæringu. En í raun og veru er ekki hægt að mæla með þess háttar barneignatakmörk- unum sem þær mæltu með i landi eins og Bólivíu. íbúar landsins eru svo fáir fyrir, Bólivía yrði mannlaus ef við tækjum þessa stefnu. Það jafngilti því að gefa auðæfi landsins þeim útlendingum sem sitja þegar að meginhluta þeirra. Það er ekki heldur hægt að nota þá röksemd að við lifum í eymd og volæði. Því væri hægðarleikur að breyta, Bólivía er svo óvenju auðugt land frá náttúrunnar hendi. En ríkisstjórnin vill að fólk lifi sultarlífi og greiðir verkamönnum laun samkvæmt því, og ein af þeim röksemdum sem hún beitir er þessi, að við getum bara látið vera að eignast svo mörg börn. Þeir eru mjög hlynntir takmörkun barneigna. Ég er sannfærð um að viss öfl reyndu að beina áhuga fundarmanna að málefnum sem minna máli skiptu. Þess vegna urðum við að taka til máls og reyna að koma viðstöddum í skilning um hvaða vandamál okkur fyndust mikilvægust í sambandi við stöðu kvenna. Eg talaði sjálf nokkrum sinnum, en það urðu bara stuttar athugasemdir því við fengum ekki orðið lengur en tvær mínútur hver. Brasilíski kvikmyndaleikstjórinn sem hafði boðið mér sýndi mynd sína, „Tvöfaldur vinnudagur“, og hún gerði sitt til þess að gera fólki ljóst hvernig kjör konur búa við í Rómönsku Ameríku. Það atriði er dregið sterkt fram í myndinni, eins og heitið ber með sér. Borin eru saman lífskjör konu í Banda- ríkjunum, Mexíkó og Argentínu. Andstæðurnar eru himinhrópandi. Og enn sterkar birtast þær þar sem sýnt er atriði frá Bólivíu. Það er viðtal við verkakonu frá Las Lamas sem er ófrísk, komin að burði. Hún er spurð hvers vegna hún taki sér ekki barnsburðarleyfi sem hún á rétt til. Svarið er að það geti hún ekki, því hún verði að vinna fyrir eiginmanni og börnum. Maður hennar er öryrki og óvinnufær. Hann fær aðeins ofurlítinn lifeyri. Þessi námuverkakona segir frá því að skaðabæturnar hafi runnið til þess að reyna að lækna hann, því hann var líkamlegt flak þegar hann hætti í námunni. Þess vegna verða bæði hún og elstu börnin að vinna nú. Þetta var heldur kaldranalegt dæmi um það sem ég hafði talað um í umræðunum, og það hafði líka mikil á hrif á fundarmenn. Þegar kvikmyndasýningunni var lokið var ég beðin um að taka aftur til máls. 274
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.