Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 20
Tímarit Má/s og menningar
Þær sögðu til dæmis að við sýndum algert ábyrgðarleysi að eignast öll þessi
börn í allri þeirri neyð og eymd sem við byggjum við sjálfar. Við hefðum varla
nóg til að fæða og klæða sjálfar okkur. Það var eins og þær álitu að takmarkanir
barneigna væru eitthvert undrameðal sem gæti læknað á svipstundu hungur og
vannæringu.
En í raun og veru er ekki hægt að mæla með þess háttar barneignatakmörk-
unum sem þær mæltu með i landi eins og Bólivíu. íbúar landsins eru svo fáir
fyrir, Bólivía yrði mannlaus ef við tækjum þessa stefnu. Það jafngilti því að gefa
auðæfi landsins þeim útlendingum sem sitja þegar að meginhluta þeirra. Það er
ekki heldur hægt að nota þá röksemd að við lifum í eymd og volæði. Því væri
hægðarleikur að breyta, Bólivía er svo óvenju auðugt land frá náttúrunnar
hendi. En ríkisstjórnin vill að fólk lifi sultarlífi og greiðir verkamönnum laun
samkvæmt því, og ein af þeim röksemdum sem hún beitir er þessi, að við getum
bara látið vera að eignast svo mörg börn. Þeir eru mjög hlynntir takmörkun
barneigna.
Ég er sannfærð um að viss öfl reyndu að beina áhuga fundarmanna að
málefnum sem minna máli skiptu. Þess vegna urðum við að taka til máls og
reyna að koma viðstöddum í skilning um hvaða vandamál okkur fyndust
mikilvægust í sambandi við stöðu kvenna. Eg talaði sjálf nokkrum sinnum, en
það urðu bara stuttar athugasemdir því við fengum ekki orðið lengur en tvær
mínútur hver.
Brasilíski kvikmyndaleikstjórinn sem hafði boðið mér sýndi mynd sína,
„Tvöfaldur vinnudagur“, og hún gerði sitt til þess að gera fólki ljóst hvernig
kjör konur búa við í Rómönsku Ameríku. Það atriði er dregið sterkt fram í
myndinni, eins og heitið ber með sér. Borin eru saman lífskjör konu í Banda-
ríkjunum, Mexíkó og Argentínu. Andstæðurnar eru himinhrópandi. Og enn
sterkar birtast þær þar sem sýnt er atriði frá Bólivíu. Það er viðtal við verkakonu
frá Las Lamas sem er ófrísk, komin að burði. Hún er spurð hvers vegna hún taki
sér ekki barnsburðarleyfi sem hún á rétt til.
Svarið er að það geti hún ekki, því hún verði að vinna fyrir eiginmanni og
börnum. Maður hennar er öryrki og óvinnufær. Hann fær aðeins ofurlítinn
lifeyri. Þessi námuverkakona segir frá því að skaðabæturnar hafi runnið til þess
að reyna að lækna hann, því hann var líkamlegt flak þegar hann hætti í
námunni. Þess vegna verða bæði hún og elstu börnin að vinna nú. Þetta var
heldur kaldranalegt dæmi um það sem ég hafði talað um í umræðunum, og það
hafði líka mikil á hrif á fundarmenn.
Þegar kvikmyndasýningunni var lokið var ég beðin um að taka aftur til máls.
274