Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 7
Ádrepur
berjast fyrir betra og manneskjulegra samfélagi, en virðast ekki álíta sig þurfa að
heyja þessa baráttu við hlið kvenna. Og þó, flest þessara tímarita halda árunni
hreinni með því að gefa út á nokkurra ára fresti eins konar kvennablöð. Þ.é.
tema-blöð þar sem mál kvenna eru tekin fyrir, og víst er það betra en ekkert.
Gal'inn við þessi kvenna-blöð er sá, að þau gera viðhorf kvenna til lífsins og
tilverunnar að þröngri grein sem má gera úttekt á á nokkurra ára fresti en láta
svo liggja í láginni þess á milli. Það má líka spyrja, því eiga karlar að vera að gefa
út blöð fyrir konur, er slíkt ekki kvenna sjálfra? Islenskar konur HAFA gefið út
góð blöð, Melkorka var t. d. um margt mjög góð. Greinar sem birtust í henni
fyrir um þrjátiu árum, eftir Katrinu Thoroddsen og Rannveigu Kristjánsdóttur,
eru í fullu gildi í dag. Ef til vill vegna þess að svo lítið hefur breyst.
Fyrst og fremst eru það konur sjálfar sem verða að breyta stöðu sinni i
samfélaginu, og þar með sjálfu samfélaginu. Svona yfirlýsing virkar ef til vill sem
endurtekning á því sem sagt hefur verið um aldir og ótal ráðstefnur og fundir
fjallað um. Vist var þetta aðalmálið á Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
hér í Kaupmannahöfn í sumar og ekki virtist sem ráðstefnan sú myndi miklu
breyta. Kvennaráðstefnan í Mexíkó-borg fyrir fimm árum dró þó ýmislegt á eftir
sér, t. d. athyglisverðan pappírsslóða. Skýrsla sem fjallar um könnun sem gerð
var á vegum UNESCO árið 1978—9, um það hvernig ímynd kvenna er í
fjölmiðlum og hver þátttaka kvenna í sköpun þeirrar ímyndar er, er spennandi
aflestrar. I könnuninni kom fram mikill mismunur á niðurstöðum eftir menn-
ingarsvæðum, en alls staðar einkenndist mynd kvenna í fjölmiðlum af því að
þær væru ósjálfstæðar, auðmjúkar, skorti frumkvæði, skorti metnað, skorti
sjálfstjórn, væru sérlega tilfinninganæmar og svo framvegis. í öllum fjölmiðlum
alls staðar einkenndist sú mynd sem dregin er upp af konum af þröngsýni. í
þeim kafla þessarar skýrslu sem fjallar um Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu
segir: „Skilgreining á efni fjölmiðla í hinum vestrænu iðnrikjum sýnir að sú
mynd sem þar er gefin af konum er stöðnuð og kúgandi. Sú heimsmynd sem
fjölmiðlar lýsa er mynd þar sem konur eru í algerum minnihluta, mynd þar sem
konur eru fyrst og fremst skilgreindar út frá tengslum sínum við karlmenn; eru
bundnar heimilum þar sem húsverk heltaka þær, mynd þar sem konur eru
fjárhagslega og andlega ósjálfstæðar, hæfileikalausar, óákveðnar og heimsku-
legar; mynd þar sem konur eru sjaldnast í valdaaðstöðu, og hendi slíkt er þeim
lýst á neikvæðan hátt, mynd þar sem konur eru líklegri til að láta karlmenn leysa
vandamál sín heldur en að þær leysi þau sjálfar, hvað þá að þær leysi vanda
annarra.“ Þetta er ófögur mynd og fæstum konum finnst hún vera i samræmi
við hversdagslegan raunveruleika. Myndin er gerð af körlum því þeir eru ætíð
261