Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 7
Ádrepur berjast fyrir betra og manneskjulegra samfélagi, en virðast ekki álíta sig þurfa að heyja þessa baráttu við hlið kvenna. Og þó, flest þessara tímarita halda árunni hreinni með því að gefa út á nokkurra ára fresti eins konar kvennablöð. Þ.é. tema-blöð þar sem mál kvenna eru tekin fyrir, og víst er það betra en ekkert. Gal'inn við þessi kvenna-blöð er sá, að þau gera viðhorf kvenna til lífsins og tilverunnar að þröngri grein sem má gera úttekt á á nokkurra ára fresti en láta svo liggja í láginni þess á milli. Það má líka spyrja, því eiga karlar að vera að gefa út blöð fyrir konur, er slíkt ekki kvenna sjálfra? Islenskar konur HAFA gefið út góð blöð, Melkorka var t. d. um margt mjög góð. Greinar sem birtust í henni fyrir um þrjátiu árum, eftir Katrinu Thoroddsen og Rannveigu Kristjánsdóttur, eru í fullu gildi í dag. Ef til vill vegna þess að svo lítið hefur breyst. Fyrst og fremst eru það konur sjálfar sem verða að breyta stöðu sinni i samfélaginu, og þar með sjálfu samfélaginu. Svona yfirlýsing virkar ef til vill sem endurtekning á því sem sagt hefur verið um aldir og ótal ráðstefnur og fundir fjallað um. Vist var þetta aðalmálið á Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hér í Kaupmannahöfn í sumar og ekki virtist sem ráðstefnan sú myndi miklu breyta. Kvennaráðstefnan í Mexíkó-borg fyrir fimm árum dró þó ýmislegt á eftir sér, t. d. athyglisverðan pappírsslóða. Skýrsla sem fjallar um könnun sem gerð var á vegum UNESCO árið 1978—9, um það hvernig ímynd kvenna er í fjölmiðlum og hver þátttaka kvenna í sköpun þeirrar ímyndar er, er spennandi aflestrar. I könnuninni kom fram mikill mismunur á niðurstöðum eftir menn- ingarsvæðum, en alls staðar einkenndist mynd kvenna í fjölmiðlum af því að þær væru ósjálfstæðar, auðmjúkar, skorti frumkvæði, skorti metnað, skorti sjálfstjórn, væru sérlega tilfinninganæmar og svo framvegis. í öllum fjölmiðlum alls staðar einkenndist sú mynd sem dregin er upp af konum af þröngsýni. í þeim kafla þessarar skýrslu sem fjallar um Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu segir: „Skilgreining á efni fjölmiðla í hinum vestrænu iðnrikjum sýnir að sú mynd sem þar er gefin af konum er stöðnuð og kúgandi. Sú heimsmynd sem fjölmiðlar lýsa er mynd þar sem konur eru í algerum minnihluta, mynd þar sem konur eru fyrst og fremst skilgreindar út frá tengslum sínum við karlmenn; eru bundnar heimilum þar sem húsverk heltaka þær, mynd þar sem konur eru fjárhagslega og andlega ósjálfstæðar, hæfileikalausar, óákveðnar og heimsku- legar; mynd þar sem konur eru sjaldnast í valdaaðstöðu, og hendi slíkt er þeim lýst á neikvæðan hátt, mynd þar sem konur eru líklegri til að láta karlmenn leysa vandamál sín heldur en að þær leysi þau sjálfar, hvað þá að þær leysi vanda annarra.“ Þetta er ófögur mynd og fæstum konum finnst hún vera i samræmi við hversdagslegan raunveruleika. Myndin er gerð af körlum því þeir eru ætíð 261
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.