Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 138
Tímarit Máls og mttnningar
skítinn. Og maður elskar þá sem listamenn. Leikhús er undarleg skepna. Ennþá,
eftir öll þessi ár, eftir öll vonbrigðin, getur maður setið og rætt leikhús fram og
til baka, talað fram á rauða nótt, talað þar til maður veltur um koll. Það er
undarlegt. Enn upplifir maður þetta smitandi andrúmsloft, enn er maður að
einhverju leyti þessi ferðaleikari, þessi maður úr heimi Moliéres. Er það ekki?
Við höfundar erum enn í sporum Moliéres. Við erum þessir heimilislausu
flækingar sem lifum á náðarbrauði. Dramatik er erfið, erfið, erfið.
I háskölafyrirlestrum segja menn gjaman að Peter Weiss se'sá leikritahöfundur sem
best haft numið tœkni Brechts og beri fram hans díalektíska merki. En þótt áratugir se'tt
liðnir síðan Brecht dð, þá er hann enn hvergi ncerri eins vinsœll og maður skyídi halda.
Það er ekkifyrr en síðustu árin sem leikrit hans hafa veriðfatrð á svið íSkandinavíu af
einhverri samkvcemni.
Já, það er ekki fyrr en nú á allra síðustu árum sem Brecht hefur fengið
einhvern hljómgrunn hér um slóðir. Það hefur tekið langan tíma, og enn er afar
erfitt að fá leikara og leikstjóra til að skilja Brecht og leggja sig eftir þvi að koma
hugmyndum hans til skila.
Nú veit ég að við sem höfum numið af Brecht, höfum gluggað i skrif hans og
athugasemdir, við erum betur settir en margur annar sem vinnur við leikhús. En
það segir lika sitthvað um leikhúsið, hve áhugalaust það er um þennan risa
leikhúsfræðinnar og bókmenntanna. Brecht hefur markað djúp spor, og svo ég
tali aðeins um sjálfan mig, þá er það satt og rétt að ég varð fyrir miklum áhrifum
af Brecht. Ef við litum á heimildaleikrit mín og heimildafilmurnar, þá er það
ljóst að ég hef lært aðferðafræði Brechts. Nú orðið er stundum sagt að Brecht sé
orðinn klassískur og þess vegna geti hann ekki kennt okkur neitt i dag. Það er
aðeins blaður og bull og það segja aðeins þeir sem ekkert þekkja til Brechts.
Þegar lesin eru skrif Brechts um leikhús, skrif hans um raunsæishyggju, þá er sá
maður langt úti að sigla sem kemur ekki auga á hve lifandi þessi skrif eru enn.
Hitt er svo lika ljóst, að þessir svokölluðu rétttrúuðu Brechtleikarar ganga of
langt. Þeir eru sumir orðnir ákaflega ferkantaðir. Brecht ætlaðist aldrei til slíkrar
hreintrúarstefnu. Hann tók ævinlega tillit til annara hluta, og þótt hann breytti
út af og færi nýjar leiðir vísaði hann ekki frá sér þvi sem var eldra. Það er
einfaldlega þannig með leikhúsformin og skólana að þangað sækir maður
ævinlega nýja hluti. Dario Fo hefur ævinlega heilmikið að sækja til gamla
Commedia dell Arte-stilsins. Og þannig getum við nefnt margt fleira. Japanskt
leikhús, afrískt leikhús, gríska antíkin. Þegar ég skrifaði ,,Rannsóknina“ studd-
ist ég mikið við antik-leikhúsið. Ég notaði griska kórinn og forsöngvarann og
þetta form hjálpaði mér mikið. Ég hef séð leikhópa í Suðurameriku sem vinna
392