Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 72
Tímarit Máls og menningar
Penh, sagði við mig: „Fyrir utan smáhnupl eru sögurnar um að hjálpargögnum
hafi verið stungið undan komnar utan frá og eru ekkert annað en áróður og
vitleysa. Hví skyldu Víetnamar gefa með annarri hendinni og taka allt aftur með
hinni?“ Jafnvel Abramowitz ambassador hefur neyðst til að láta hafa eftir sér að
engar sannanir séu fyrir því að Víetnamar séu að fremja „lævíslegt þjóðarmorð“.
Þær fullyrðingar að Rússar hafi heft birgðasendingar stangast á við nýjustu
yfirlitstölur bandaríska utanríkisráðuneytisins þar sem Sovétrikin eru talin eiga
stærstan hlut af matar- og birgðasendingum til Kampútsiu. En þessi áróður, í
smáskömmtum dag frá degi, hafði haft tilætluð áhrif. Ekki síst á þá fjölmörgu
Breta sem gefið höfðu til Oxfam og annarra hjálparstofnana sem starfa á
yfirráðasvæði Phnom Penh-stjórnarinnar, en margir þeirra urðu mjög von-
sviknir.
Ný heimsókn til Kampútsíu
Ég fór aftur til Kampútsíu í júlímánuði s. 1. í fylgd Jim Howard, sem hóf
aðgerðir Oxfam í Kampútsíu, og tveggja franskra lækna sem voru einu vest-
rænu læknarnir í landinu þegar ég var þar í fyrrasumar. Ég hafði beðið þá að
koma með mér því ég áleit að aðeins þeir sem hefðu kynnst hungursneyðinni
sem þá ríkti í Kampútsíu gætu metið rétt núverandi ástand.
Svo mörg vandamál blasa við því þjóðfélagi þar sem flestir innri máttarviðir
eru brostnir, þar sem allar fjölskyldur sem ég mætti áttu á bak að sjá a. m. k. sex
nánum ættingjum, að endurreisnarstarfið væri þróuðustu þjóðfélögum um
megn. Þetta er bændaþjóðfélag þar sem menntamenn og iðnaðarmenn hafa
verið stráfelldir. Til dæmis hafði Heilbrigðisráðuneydð á að skipa einum ráð-
herra í fyrra ásamt einum fulltrúa og gömlum Renault-bíl með ónýtum raf-
geymi og engum hjólbörðum. Nú hefur starfsmönnum að vísu fjölgað um þrjá,
en verkefnin eru yfirþyrmandi og ráðuneytið er mjög gagnrýnt af erlendum
starfsmönnum fýrir hvað það komi litlu í framkvæmd. I ágúst í fyrra var þannig
komið fyrir spítalanum í Kompong Speu sem fellur undir þetta ráðuneyti, að
þar voru engin 'lyf, engar umbúðir, engin rúm, engar ábreiður. Það var enginn
spítali, í eyðileggingaræði sínu höfðu Rauðu kmerarnir lagt hann í rúst, af engu
minni verklagni en þeir höfðu rúið kaþólsku dómkirkjuna í Phnom Penh, þar
sem ekki var steinn eftir skilinn.
Næst á eftir Battambang-héraðinu var Kompong Speu ef til vill sá staður í
Kampútsíu sem harðast varð úti í villimannlegum ráns- og eyðingarherferðum
Rauðu kmeranna I ágúst í fýrra var þarna aðeins einn víetnamskur læknir sem
vildi endilega sprauta á okkur dettóli því þarna geysaði kólera, og Dr.
326