Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 81
Bara Una hin góóa
hressari en þær voru í raun og veru; í það minnsta fannst Unu það liggja
í augum uppi að þær yrðu að fara afar varlega og reyna sem allra minnst á
sig. Hjúkrunarliðið var svo fáliðað og önnum kafið að það þakkaði
heillastjörnunum fyrir þessa óvæntu aðstoð og datt ekki í hug að fara að
skifta sér af, hvaðþá taka framfyrir hendurnar á Unu. Það sáu allir að
manneskja sem geislaði af kærleik langar leiðir gat ekki orðið sjúkling-
unum til annars en ánægju.
— Þetta er allt annað líf fyrir hana, sagði sonur Unu eitt kvöldið þegar
mamma hans var dottin útaf brosandi, örþreytt eftir erfiði dagsins.
— Þetta er allt annað líf fyrir okkur öll, sagði yngri systirin.
— Vonandi fær hún að vasast þarna á spítalanum sem allra lengst,
hvíslaði sú eldri.
Morguninn eftir dó frænkan. Það gerðist að stofugangi viðstöddum.
— Þetta er fallegasti dauðdagi sem ég hef nokkurntíma séð á mínum
langa ferli, sagði yfirlæknirinn. Svona finnst mér að fólk eigi að deyja,
sannfært um að það sé helsjúkt og þakklátt fyrir að fá að kveðja, semsé
ekki fullt af gremju og efasemdum um að hér hafi ekki allt verið gert sem
í okkar valdi stóð.
— En úr hverju dó hún? sagði undirlæknirinn. Það er mér ráðgáta.
— Hún verður auðvitað krufin, sagði yfirlæknirinn og leyndi ekki
vanþóknun sinni á þessari smámunasemi undirlæknisins.
Þá sagði Una lágt um leið og hún þerraði af sér tárin: — Fallegur dauði
er verðugur endir á fallegu lífi.
Þetta endurtók yfirlæknirinn íbygginn og lyftist allur. — Akkúrat!
Hér er manneskja sem skilur hin fínni blæbrigði í störfum heilbrigðis-
þjónustunnar. Hvað heitir þú?
— Bara Una.
— Ólæknismenntuð kona sem er svo af hjarta lítillát að hún titlar sig
bara, sagði yfirlæknirinn og beindi tali sínu að undirlækninum, hún
hefur skilið það sem þér hefur ekki tekist eftir tólf ára nám, semsagt að
mestu skiftir að fallegu lífi sé lokið á fallegan hátt.
Þessu treysti undirlæknirinn sér ekki til að svara.
Og stofugangurinn hélt áfram frá rúmi frænkunnar látnu og komst að
þv: að öllum hafði hinum konunum farið aftur, sumar voru komnar með
335