Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 80
Tímarit Máls og menningar
hafir jafnað þig eftir uppskurðinn. Samt er einsog heilsu þinni hafi
almennt hrakað. Þetta verðum við að rannsaka.
Og Una kom í hverjum heimsóknartíma og var ekki aðeins óendan-
lega góð heldur líka svo þjáð í sorg sinni að smátt og smátt fékk frænka
hennar samviskubit af því að vera henni þessi daglega byrði, já af því að
vera ekki dáin.
— Þetta fer að styttast, ég finn það á mér, sagði hún þegar hún var
búin að þakka Unu fyrir blómin og konfektið.
— Talaðu ekki svona, hjartans frænka mín, sagði Una. Þú átt of bágt
til að það sé á það bætandi.
Með hverjum deginum talaði frænkan minna og minna, og að lokum
mókti hún eða svaf í heimsóknartímanum. Þegar Una var viss um að hún
heyrði ekki lengur til hennar, þegar það var orðið tilgangslaust að segja
henni að fara vel með sig af því hún væri svo sjúk, þá fannst Unu hún ekki
vera til gagns framar og gömul vanlíðan lét aftur á sér kræla.
— Heldurðu að þú styðjir mig ekki útað glugganum, mig langar svo
til að sjá blómin, sagði þá konan í næsta rúmi, hjartasjúklingur á sex-
tugsaldri.
— Alveg guðvelkomið, sagði Una. En er það nú ráðlegt?
— Ef ég hef ekki heilsu til að sjá blómin get ég alveg eins drepist,
sagði konan. Svona, styddu mig nú.
Og Una studdi konuna útað glugga þar sem hún settist í stól og dáðist
að blómunum í garðinum fyrir utan. — Eru þau ekki falleg?
— Vonandi að heilsan endist þér til að sjá þau aftur á morgun, sagði
Una af mikilli samúð.
— Ha? sagði konan undrandi. Ég sem fer að útskrifast, afhverju skyldi
ég ekki sjá þau aftur á morgun?
— Heilsan er of dýrmæt til að maður geri hana að leikfangi, svaraði
Una áhyggjufull.
Konan velti þessu fyrir sér nokkra stund og hætti að horfa á blómin.
Svo bað hún Unu að styðja sig aftur að rúminu og var lágmæltari og
þyngri á sér en hún hafði verið.
Þannig atvikaðist það að Una fór að sinna hinum sjúklingunum á
stofunni ekki síður en frænku sinni, konum sem héldu allar að þær væru
334