Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 80
Tímarit Máls og menningar hafir jafnað þig eftir uppskurðinn. Samt er einsog heilsu þinni hafi almennt hrakað. Þetta verðum við að rannsaka. Og Una kom í hverjum heimsóknartíma og var ekki aðeins óendan- lega góð heldur líka svo þjáð í sorg sinni að smátt og smátt fékk frænka hennar samviskubit af því að vera henni þessi daglega byrði, já af því að vera ekki dáin. — Þetta fer að styttast, ég finn það á mér, sagði hún þegar hún var búin að þakka Unu fyrir blómin og konfektið. — Talaðu ekki svona, hjartans frænka mín, sagði Una. Þú átt of bágt til að það sé á það bætandi. Með hverjum deginum talaði frænkan minna og minna, og að lokum mókti hún eða svaf í heimsóknartímanum. Þegar Una var viss um að hún heyrði ekki lengur til hennar, þegar það var orðið tilgangslaust að segja henni að fara vel með sig af því hún væri svo sjúk, þá fannst Unu hún ekki vera til gagns framar og gömul vanlíðan lét aftur á sér kræla. — Heldurðu að þú styðjir mig ekki útað glugganum, mig langar svo til að sjá blómin, sagði þá konan í næsta rúmi, hjartasjúklingur á sex- tugsaldri. — Alveg guðvelkomið, sagði Una. En er það nú ráðlegt? — Ef ég hef ekki heilsu til að sjá blómin get ég alveg eins drepist, sagði konan. Svona, styddu mig nú. Og Una studdi konuna útað glugga þar sem hún settist í stól og dáðist að blómunum í garðinum fyrir utan. — Eru þau ekki falleg? — Vonandi að heilsan endist þér til að sjá þau aftur á morgun, sagði Una af mikilli samúð. — Ha? sagði konan undrandi. Ég sem fer að útskrifast, afhverju skyldi ég ekki sjá þau aftur á morgun? — Heilsan er of dýrmæt til að maður geri hana að leikfangi, svaraði Una áhyggjufull. Konan velti þessu fyrir sér nokkra stund og hætti að horfa á blómin. Svo bað hún Unu að styðja sig aftur að rúminu og var lágmæltari og þyngri á sér en hún hafði verið. Þannig atvikaðist það að Una fór að sinna hinum sjúklingunum á stofunni ekki síður en frænku sinni, konum sem héldu allar að þær væru 334
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.