Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 22
Tímarit Aíáls og menningar
herskáar og hélt því líka fram að okkur væri fjarstýrt af karlmönnum, hugs-
uðum bara um pólitík og skeyttum ekki um hin raunveru kvennavandamál.
„Sjáið til dæmis bólivíska fulltrúann,“ sagði hún.
Ég bað strax um orðið en var neitað. En ég stóð nú samt upp og sagði: „Já,
fyrirgefið að ég geri þennan fund að markaðstorgi. En mín var getið og ég hlýt
að eiga rétt á að verja mig. Sameinuðu þjóðirnar buðu mér hingað og boðinu
fylgdi reglugerðin þar sem stendur að konur eigi rétt á að taka þátt í opinberu
lífi og stofna samtök. Bólivía hefur lika gerst aðili að henni, en i raun gildir hún
aðeins fyrir konur af borgarastétt." Þannig hélt ég áfram nokkra stund þangað
til kona sem var oddviti mexíkönsku sendinefndarinnar kom til mín. Hún
ætlaði að biðja mig að halda mig við viðfangsefni þessarar ráðstefnu: „Jafnrétti,
þróun og frið á alþjóðlegu kvennaári“. Og hún bætti við: „Tölum heldur um
okkur sjálfar. Við erum báðar konur. Getið þér ekki gleymt þjáningum þjóðar
yðar eitt andartak, gleymt fjöldamorðum lögreglunnar á götum úti, nú höfum
við þegar heyrt margt um það. Við skulum tala um okkur tvær, yður og mig, í
stuttu máli sagt, konuna.“
Þá sagði ég: „Agætt, tölum um okkur tvær. En ef yður er sama vil ég gjarnan
byrja. Ég hef nú þekkt yður í viku, frú, og á hverjum morgni komið þér í nýjum
kjól; það geri ég ekki af gildum ástæðum. A hverjum morgni eruð þér nýmáluð
og snyrt eins og sú getur verið sem hefur tíma til að sitja á fínni hárgreiðslustofu
og efni á að borga vel fyrir sig. Það hef ég ekki. Eg hef líka tekið eftir að þér látið
bílstjóra bíða eftir yður í bílnum yðar á hverjum degi og hann ekur yður heim,
það get ég ekki. Og af útliti yðar einu ræð ég að þér eigið heima i mjög
glæsilegu húsi í mjög glæsilegu íbúðahverfi. En við konur námuverkamanna
höfum aðeins örlítinn kofa á leigu, og þegar mennirnir okkar deyja eða veikjast
og eru reknir fáum við þriggja mánaða frest til að flytja úr honum og erum þá á
götunni með börnin okkar.
Þannig er þetta, og ég spyr yður: Er yðar aðstaða á nokkurn hátt sambærileg
við mína, getið þér fundið nokkuð sameiginlegt? Ekki það nei, en ef svo er,
ef það er svo mikill munur á okkur, hvaða skyldleika voruð þér þá að tala um?
Við viljum ekki verða jafnt settar núna eins og aðstæður eru, jafnvel þótt við
séum báðar konur, er það ekki rétt?“
En nú kom önnur mexíkönsk kona og tók fram í fýrir mér: „Heyrið nú, hvað
á þetta að þýða? Hún þarna er oddviti mexíkönsku sendinefndarinnar og hefur
meiri rétt á að taka til máls en þér. Yfirleitt höfum við sýnt yður mikið
langlundargeð, nú höfum við hlustað á yður i útvarpi, í sjónvarpi, hér á
276