Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 42
Tímarit Máls og menningar Einu sinni kom leiðtogi heim til okkar. Hann var nýkominn úr útlegð. Fjölskyldurnar fögnuðu endurkomu hans. Ég held meira að segja að það hafi verið Allah. Bræður mínir voru watani.' Þeir lokuðu oft verslun sinni í mótmælaskyni við Frakka. En ég, ekki gat ég gert uppreisn. Maður fær ekki breytt gangi örlaganna. Hvernig átti eiginlega að fara að því? Ég átti að taka öllu sem að höndum bar með þegjandi þögninni. Barnið olli mér engum óþægindum og ég einsetti mér að gleyma föðurnum. Oft kom það fyrir að hann vitjaði mín í draumi. Hann áminnti mig að hegða mér í öllu skikkanlega. I fyrstu draumunum reif ég i hvítt skegg hans og læsti nöglunum framan í hann. Hann var alltaf jafn stífur og óhaggan- legur. I draumunum sem á eftir fylgdu gróf ég hann upp og leiddi hann að aftökusteininum. Línklæði hans voru ætíð jafn hvít og fyrsta daginn. Maurarnir höfðu ekki þorað að eyðileggja þau. Líkami hans var ósnertur. Þetta var án efa dýrlingur! Þegar ég hafði stungið hann í gegn með sverðinu mínu, hörfaði hann aftur til grafarinnar til að hvíla á ný í himneskum friði. Ég eltist í kirkjugarðinum. Brjóst mín sigu, hár mitt losnaði og hrundi niður á gröfina. Þetta hlaut að vera bölvun tunglsins. Stundum heltók mig reiði og ég settist á hækjur mér og meig þvagi og tíðablóði á gröf hans, ögrandi djöflinum sem skyldi reka burt verndar- engla hins dauða. Þetta var hreinasta vitfirring! í eitt skiptið var það hann sem færði sig úr stað. Hann birtist mér sem skjannabjartur geisli. Hann færðist nær mér og rétti mér leirskál fulla af vatni. Hann sagði við mig: „Vatn þetta kemur úr vin spámannsins okkar. Glataðu ekki skálinni. . .“ Morguninn eftir réði móðir mín fyrir mig drauminn. Reyndar gat þessi gjöf aðeins táknað barnið sem myndi fæðast. (Barn sem yrði brothætt og dýrmætt.) Vatnið, það var meira en lífið, það var líka hamingjan sem enn var höndlanleg, von lífsgleðinnar. Eftir þennan draum vildi ég reka þennan vesalings mann burt úr martröðum mínum. En hann bjó óhagganlegur í vitund minni. Ég beindi hugsunum mínum eftir nýjum brautum, bjó þeim jafnvel völundarhús, en allt kom fyrir ekki, mér tókst ekki að hrista hann af mér, hann var þarna stöðugt, strangur, þurrlegur, ógnandi eins og klettur. Ég vissi ekki hvert ég átti að leita með þessa þráhyggju mína. ímynd 3 Watani: arabiskir andspyrnumenn gegn Frökkum. 296
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.