Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 118
Tímitrit Máls og meiiiiingiir orðbragð þeirra Hjalta og Gissurar, brugðu við og hristu jörðina með þeim ódæmum, að eldelfur ógnuðu byggð landsins. En þá kom til sögunnar rödd Snorra, sem leitaði nýrra brauta til úrlausnar. Hann leit sér nær. Hann skynjar vellina, vatnið og gjárnar umhverfis sig sem sögu sams konar náttúrufyrirbæra og nú létu á sér kræla. Sams konar fyrirbæri ætti að mcga rekja til sams konar orsaka, hvort sem það gerðist í gær eða gerist á morgun, hvort sem það gerist í dag eða það hefur gerst fyrir hundruðum ára. Standi ósköpin i dag í sambandi við reiði guðanna vegna uppreistar mannanna gegn þeim, þá hefðu einnig átt að vera svo um hin fyrri gos. En þá var bara engin mannkind á íslandi, og hverjir áttu það þá að vera, sem guðirnir gátu reiðst með þessum ódæmum ? Þetta sýndi, að jörðin gat gosið eldi og eimyrju, þótt reiði guðs við mannkyn sé alls ekki til að dreifa. Snorra þykir þvi langsennilegast, að goðlegir skapsmunir eigi engan þátt í skruðningunum hinum megin við Hengii. Snorri goði dró ályktanir sínar út frá því, sem fyrir augu bar við fætur hans. Þorgeir Ljósvetningagoði beindi sjónum sínum i aðrar áttir. Og til að verjast öllum truflunum frá umhverfi sínu þá breiddi hann ljósheldan og hljómheldan feld yfir höfuð sér, svo að hann mætti einbeita hugsun sinni sem hvassast að hinni félagslegu hlið vandans. Hans beið sá vandi að ráða svo ráðum, að hvort tveggja næðisr i senn að frelsa sonu landsins, sem konungur hélt i gíslingu, og gera ráð konungs til yfirdrottnunar að engu. 1 fyllingu tímans gekk hann svo fram á sviðið undir kjörorðinu að rjúfa ekki friðinn með því að rjúfa lögin og skipa þjóðinni í tvær andstæðar fylkingar. Þessir forfeður okkar höfðu lag á því að varpa ljósi á þungamiðju hvers máls, þótt sjálf væri hún hulin blæju þagnarinnar. Þungamiðja átaka um kristnitöku á Islandi var nefnilega ekki trúarlegs eðlis, heldur var tekist á um frelsi samfélags, sem var í sköpun. Gissur og Hjalti boðuðu nýjan sið sem vinsamlega kveðju frá Ólafi konungi Tryggvasyni. Þjóðin hefur vitað það frá þeirri tíð, að kristileg kveðja konungs var tengd draumum hans um yfirráð yfir landinu og þegnum þess. Norskt konungsvald bar hvergi á góma i ræðum þeim, sem fluttar voru, þegar feldi var svipt af höfði. En í gegnum hverja setningu skinu huldugeislar þess, sem að baki bjó. Samþykktur var vatnsaustur og blótbindindi og hrossakjötsbindindi til að hafa konung góðan, en saklaust þó að brjóta bindindi, ef ekki vitnaðist. En þótt ýmissa fyrirbæra sé getið í fornum ritum, þá er þess þó aldrei getið, að mál hafi risið út af brotum á þeim ákvæðum, og gátu þau þó kostað lífið meðal frændþjóða okkar. Mér þætti sennilegra, að fremur hafi verið um að kenna skorti á kærum en brotum og litlum áhuga fyrir framkvæmd laga. Framhald þeirrar frelsisbaráttu, sem við kristnitökuna er iðkuð án beinna orða, birtist 24 j 372
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.