Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 16
Tímarit Máls og menningar safninu og stafsetningu og það nær auðvitað ekki nokkurri átt að vega slíkar útgáfur á sömu vogarskál og textafræðilegar útgáfur og meta þær einvörðungu eftir því hvort þær eru mikilvægt skref á eilífri vegferð textafræðinnar. Dómararnir þrír minnast allir á mismunandi útgáfuform: þær tvær leiðir sem vikið er að hér að ofan og þriðju leiðina sem kenna má við bókaflokkinn ís- lenzk fornrit (IF), það sem EMJ kallar „menntamannaútgáfu“. Raunar virðist hann eitthvað hafa misskilið afstöðu okkar og stefnu; hann gefur útgáfu Svarts á hvítu (Sáh) þetta virðingarheiti vegna þess að með henni fylgi kort, ættartölur og orðskýringar í skýringarkverum. Skýringarkverin fylgja ekki heildarútgáfu sagnanna eins og að framan sagði heldur eru þau ætluð framhaldsskólanemend- um. Það er því á röngum forsendum sem EMJ kallar útgáfu Sáh „mennta- mannaútgáfu". Raunar er samanburður á útgáfum okkar og bókum IF byggður á misskiln- ingi. Það sem einkum skilur á milli er stafsetning og skýringar; síður meðferð texta enda þótt við höfum víðar leitast við að fylgja náið aðalhandriti sagna en þar er gert og að sama skapi leiðrétt textann minna. Og hafa ber í huga að elsta útgáfa IF er frá árinu 1933, á þeim áratugum sem síðan hafa liðið hafa margar sögur komið út í nýjum og traustari útgáfum, og það höfum við vitaskuld fært okkur í nyt eins og vikið er að hér á eftir. I IF eru textarnir prentaðir á „sam- ræmdri stafsetningu fornri“, fylgt úr hlaði með ítarlegum formála sem einkum gerir grein fyrir handritum, heimildanotkun, tímatali, ritunartíma og -stað og neðanmáls eru skýringar sem framar öðru gera grein fyrir sögupersónum, stað- háttum, torráðnum orðum og fáeinum lesháttum úr handritum. Slíkt skýring- arefni fylgir ekki útgáfu Sáh, enda erum við ekki sannfærð um að allur sá fróð- leikur nýtist almennum lesendum. Við fylgdum útgáfunni úr hlaði með inn- gangi þar sem gerð er grein fyrir nokkrum helstu einkennum Islendinga sagna, fjallað um samfélag, ætt, meðferð deilumála og annað það sem við töldum að greitt gæti götu áhugasamra lesenda. I þriðja bindi útgáfunnar er jafnframt vísir að atriðaskrá sagnanna. Þessi útgáfa er með öðrum orðum lestrarútgáfa handa fróðleiksfúsum lesendum allra stétta, og gegnir uppeldislegu hlutverki - líka fyrir menntamenn; það geta allir lesið þessar bókmenntir vandræðalaust sér til gagns og ánægju, ekkert eitt lestrarlag er öðru réttara. Utgáfan átti að vera allra eign, helst lesin af öllum. Hún er líka þannig úr garði gerð að enginn þurfi að fælast hana sökum yfirþyrmandi neðanmálsgreina eða tyrfinna formála þar sem hætt er við að lærdómurinn skyggi á skynsemina. Textafræðin Vísindahyggja 19. aldar mótaði aðferðir textafræði nútímans. Hún er ekki, fremur en önnur vísindi, hlutlæg nema að nokkru leyti. Rök hennar um stofn- rit sem skilgetinn afkomanda frumgerðar höfundar byggjast á skynsamlegu en huglxgu mati leshátta í öllum þekktum handritum. Þó að stofnritið megi finna 142
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.