Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 19
Adrepur
Laxdæla sögu, Grettis sögu, Ljósvetninga sögu, Víga-Glúms sögu og Hrafnkels
sögu, svo nokkrar þekktar séu nefndar. Og er það ekki vansalaust þjóð sem
stærir sig af því að eiga eldri og betri bókmenntir en grannar hennar í austri og
vestri.
Um stafróf og landafræði
Ahugasamir lesendur Islendinga sagna þurfa ekki að lesa margar sögur til að
gera sér grein fyrir að þær eru býsna ólíkar að efni, frásagnarhætti og stíl enda
þótt sögusvið og sögutími sé svipaður. Sögurnar eru enda um 40 talsins og
færðar í letur á löngum tíma, ef til vill nokkrum öldum, og íhaldssöm hefðin
megnar ekki að bægja frá hverju nýmæli; halda árunni hreinni.
Þeim sem gefur þessar sögur út í heildarútgáfu er því nokkur vandi á hönd-
um jafnvel þó hann reyni ekki að endurflokka forníslenskar bókmenntir í lausu
máli; hvernig á að raða? EMJ eyðir svo miklu rúmi í þessa mikilsverðu spurn-
ingu og honum er svo skapþungt að ætla mætti að framtíð þessara bókmennta
væri í húfi. Það er því lágmarkskurteisi að taka áhyggjur hans alvarlega og ræða
nokkuð um þessi mál.
Á að reyna að flokka saman þær sögur sem gerast á svipuðum slóðum með
líkum hætti og gert er í ÍF? Varpar það ljósi á Brennu-Njáls sögu að hafa
Gunnars sögu Keldugnúpsfífls til hliðsjónar, eða jafnvel Flóamanna sögu? Fá
lesendur Víglundar sögu nýja sýn á efni hennar og stefnu ef þeir lesa Bárðar
sögu Snæfellsáss og Eyrbyggju? Hvar á að setja Heiðarvíga sögu, Grettis sögu
og Brennu-Njáls sögu niður? Hvernig á að raða Islendinga þáttum?
Ef sögum væri ekki raðað eftir landsfjórðungum líkt og þegar landnám er
rakið í Landnámabók, mætti hugsa sér að raða þeim saman eftir efni og form-
gerð, flokka þær bókmenntalega og gefa hverjum sagnahópi auðkenni: skálda-
saga, gamansaga, héraðssaga, ættarsaga, útilegumannasaga, ævintýrasaga, ástar-
saga, o.s.frv. Þetta væri að mörgu leyti vænleg leið en hefur þó þann ókost að
erfitt yrði að hemja sumar sögur í einum flokki: hvar eiga t.d. Víglundar saga,
Egils saga, Bandamanna saga og Gunnars saga Keldugnúpsfífls heima? Og það
er ekki líklegt að menn yrðu á einu máli um flokkun sem þessa, jafnvel þó kall-
að væri saman kirkjuþing í fræðunum og EMJ kosinn fundarstjóri samkom-
unnar.
Við fórum þá leið að raða sögunum eftir stafrófsröð heita. Lesandinn er
óbundinn; hann getur lesið þessar sögur í stafrófsröð eða látið kylfu ráða kasti
og lesið þá sögu sem fyrir honum verður þegar hann opnar bókina; hann getur
gluggað í þær sögur sem gerast á svipuðum slóðum og stuðst við kortin sem
fylgja upplýsingum um texta hverrar sögu og sýna sögusvið hennar eða haft
fyrir framan sig Sagnakortið (EMJ minnist ekki á þessi kort enda hentar það
honum ekki í krossferðinni gegn stafrófinu); hann getur lesið sögurnar í sam-
ræmi við hugmyndir sínar um skyldleika sagna og lesið saman fyrstu söguna og
þá síðustu í safninu - og þannig mætti lengi telja.
Tmm II
145