Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 35
„ Tíminn “ í listaverkinu
Þetta sprettur af því, að á meðan listamaðurinn býr til verk sitt íhugar
hann ósjálfrátt og ómeðvitað, hvernig lund hans er á litinn meðan hann er
að semja, en auk þess skynjar hann tíðni hvatanna sem liggja til grundvallar
listaverkinu og gera skapgerð hans hæfa til að starfa og semja listaverk. Við
þetta uppgötvar hann sálargerð persónuleika síns og getur stjórnað henni
að miklu leyti með eins konar valdi sem hann hefur yfir sigurverki sínu:
tímaskyninu og innbyggðu klukkunni sem tifar meðan hann vinnur.
Tíminn í listaverkinu verður til vegna áhrifa ljóssins á efnið, þeirrar innri
birtu sem breytir sveimi hugmyndanna - innra tuldri listamannsins eða
„moði“ - í ákveðið efni sem er borið fram af hugsun, annað hvort af meg-
inhugsun eða öðrum sem svipar oft til einskonar klasa víðsvegar í kringum
„söguþráðinn" eða stikilinn sem þeir hanga á. En einnig getur ytri birta
vakið tímann, birtan frá samfélaginu, mönnum, hlutum og ríkjandi tíðar-
anda eða sögulegum tíma. Þegar ljósið „verður“ eins og sagt er frá í Biblí-
unni, með því að sköpunarviljanum er beitt í þeim tilgangi að búa til eitt-
hvað ákveðið: heiminn, mennina, tónverk eða annað, þá verður liturinn
sjáanlegur og hreyfingin fer af stað. Þetta getur orðið beinlínis í málverki,
með því að pensillinn hreyfist og raðar litunum í form eða „formleysu“ á
flötinn og í skáldsögunni með hreyfingu persóna og atburða eftir sögu-
þræðinum, hvort sem hann er heillegur, rofinn eða í klösum. I tónlist gefur
þessi hreyfing frá sér hljóð.
Yfirleitt er tíminn í listaverkinu marglitur. Þótt málverk sem er aðeins í
einum lit sé formrænt séð og hvað tímann innan þess áhrærir statt í eilífð
og á guðlegu stigi, þess eina og sanna, og áhorfandinn eða njótandinn geng-
ur annað hvort inn í það samþykkur eðli þess eða hafnar því, þá gerir tími
þess það marglitt, enda er enginn litur í því með réttu heill og óskiptur,
hvorki efnafræðilega séð né með augunum, ef lengi er horft.
I einum lit er engin hreyfing, önnur en sú sem vaknar í huga áhorf-
andans. Hér er átt við lit sem er blæbrigðalaus og jöfn birta skín á. Engu að
síður er „einlitt" listaverk flekkótt eða í brotum, myndflöturinn er brotinn
tími með ótalmörgum formum í ýmsum litum. Þar af leiðandi hreyfast þau
sjálfkrafa innan tíma síns, með ýmsu móti eftir því hve lengi er horft á það
eða hlustað.
Ef svo nefndur „sögulegur tími“ listaverksins (sé það unnið eftir lögmál-
um ákveðinnar stefnu eða ríkjandi tíðaranda) fer saman við innsta tíma
þess, vísar það eðlilega frá sér, jafnt til fortíðar, samu'ðar og væntanlegrar
framtíðar. Þetta fer eftir því hve listaverkið er auðugt og yfirgripsmikið.
Það er ekki til nein haldbær skýring á því, hvað það er í raun og veru
sem við köllum „listaverk". Sumir vilja líklega halda því fram að það eitt sé
listaverk sem einhver „kunnáttumaður“ kallar listaverk, hvernig svo sem
Tmm iii
161