Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 42

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 42
Tímarit Máls og menningar varð að andrá, en áður hafði listaverkið og þá myndin eða málverkið verið talið gera þann sem skapaði ódauðlegan, enda voru þau sjálf og skaparinn og gáfa hans brot af eilífðinni. Þegar ljós hefur verið látið skína á filmu í ljósmyndavél í ákveðinn tíma er hægt að framkalla skugga þess á ljósnæman pappír, eftir að ljós hefur verið látið skína í ákveðinn tíma í gegnum filmuna í þar til gerðu tæki: stækkara. Síðan er pappírinn baðaður í ákveðinn tíma í framköllunarvökva og við það kemur myndin fram sem hæg en vaxandi hreyfing uns hún verður skýr. Þá er henni brugðið í festivökva og hún böðuð þar í ákveðinn tíma. Aftur á móti ef pappírinn með leyndu og ósýnilegu myndinni í sér er látinn vera of lengi í baði í framköllunarvökvanum, breytist hvíti liturinn í andstæðu sína eftir stuttan tíma og verður að lokum svartur. Þetta er ekki bara eðli ljósmyndarinnar heldur í rauninni eðli allra listgreina. Að vera fær um að skilja þetta er grundvöllur fyrir færni manna við listsköpun, en flest- ir listamenn steyta einhvern tíma og jafnvel oftast fót sinn við steini ljóss og tíma, þannig að þeir framkalla illa hugmyndir sínar. Vinnan við það að ná eða framkalla úr huganum krefst tíma og leikni. Hæfileikinn til að geta einangrað tímann sem ég hef rætt um hefur ævin- lega verið vandamál, en hann er orðinn að höfuðeinkenni á listum nútím- ans, þegar þær hafa verið að hverfa smám saman af troðnum slóðum sögu og viðtekins tímaskyns inn í tíma mannsins, óræði hans og óskapnað. Sá tími er fremur tími skynjana hans en athafna. Það er líklegt að honum sé afmarkaður þessi dularfulli, margbrotni tími strax í fæðingunni en það tognar á honum við hvert stigið skref út í óþekkta framtíð, eins og þegar filma er vafin ofan af spólu og við köllum þetta þá ævi, sem er tími hinnar „tímalausu“ sálar. Hún varðveitir sérhvern tíma í því sem ég leyfi mér að kalla minni frumunnar. Ef fruman gleymir sér andartak við skyldustörf sín og minni hennar raskast, þá byrjar hún að skipta sér hratt með óeðlilegum hætti, séð frá sjónarhóli þess sem einhverra hluta vegna vill í barnaskap sín- um og fáfræði varðveita líkama sinn endalaust á „æviskeiðinu" sem er að- eins hugsanlegur en ekki líffræðilegur möguleiki. Menn óttast samt kannski ekki svo mikið sjálfan dauðann, það að hverfa út úr jarðneskum tíma, held- ur er það sárast að við hann glatar hugsunin endanlega meðvitund sinni um (jarðneska) tíma og hluti. Þegar tími frumunnar og eðli hans og eðli minnis hennar verður upp- götvað hefst í rauninni eilífð mannsins. Hún verður eflaust hið algera tíma- leysi sem er þó engu að síður afmarkaður tími. 168
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.