Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 58
Tímarit Máls og menningar yfir í nútíð og hér kemur fram á sjónarsviðið eitthvert „ég“ í ljóðinu sem kemst að eftirfarandi niðurstöðu: Hugljúfa samt ég sögu Gunnars tel, þar sem ég undrast enn á köldum söndum lágan að sigra ógna-bylgju ólma algrænu skrauti prýddan Gunnarshólma. „Hugljúfa samt ég sögu Gunnars tel. . .“. „Samt“? Þetta er merkilegt at- viksorð á þessum stað. Hvað mælir gegn því að saga Gunnars sé hugljúf fyrst hún er það „samt“? Er hún hugljúf þó að hann hafi verið drepinn, dá- ið hetjudauða, eins og lýst var í fyrri hluta oktövunnar? Jónas veit það jafn vel og við að hetjudauði Gunnars er aðalatriði sögu hans. Eða er saga Gunnars hugljúf - þó að - hann hafi kosið að vera kyrr á Islandi, fara ekki utan? Það er komin einhver margræðni í spilið, einhver undirfurðulegheit og tvískinnungur sem minnir á Heine, uppáhaldsskáld Jónasar. En þessi tvískinnungur hverfur í tveimur síðustu vísuorðum oktövunnar: „ég“ ljóðsins telur sögu Gunnars samt hugljúfa þegar hann horfir á Gunnars- hólma, algrænan og sigursælan í baráttunni gegn söndunum og ógnandi árásum árinnar. Náttúruöflin og barátta þeirra vekja furðu skáldsins og einhverjar þær tilfinningar sem þurrka brosið af vörum hans. Hver er „ég“ ljóðsins? Það er sjáandinn, sá sem getur hafið sig yfir hið jarðbundna, séð náttúruna úr lofti eins og fugl, séð inn í hana, skapað í orðum hið hættulega og hið fagra og hina hættulegu fegurð. Allt þetta hef- ur skáldið rétt til að gera samkvæmt Jónasi sjálfum í ritdóminum um Sig- urð Breiðfjörð. Einu takmörkin sem skáldinu eru sett, er að árangurinn verði „eftirtektarverður". Og það verður hann í síðasta erindi Gunnars- hólma. Þar sem að áður akrar huldu völl, ólgandi Þverá veltur yfir sanda; sólroðin líta enn in öldnu fjöll árstrauminn harða fögrum dali granda; flúinn er dvergur, dáin hamra-tröll, dauft er í sveitum, hnipin þjóð í vanda; en lágum hlífir hulinn verndar-kraftur hólmanum, þar sem Gunnar snéri aftur. Þetta lokaerindi Gunnarshólma hefur oftast verið lesið sem allegoría um sigur þjóðernisstefnu (val Gunnars) yfir eyðingaröflum nýlendukúgunar og innri upplausn. En það er enginn sigursöngur, enginn fögnuður, í þessu er- indi. 184 i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.