Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 65
Halldór Guðmundsson Orðin og efinn Til varnar bókmenntasögu í æsku minni spurði ég: Hvað er Guð? í elli minni skrifa ég lærdómsríkt vís- indarit um einkenni hirðlífsins í Frakklandi á tíð Lúðvíks XVI. Og ég stend uppi harðánægður yfir því að hafa gleymt, hvað það var, sem ég vildi vita, en vita alt hitt, sem ég spurði aldrei um. Vefarinn mikli1 I síðasta hefti Skírnis (haust 1988) er löng grein eftir Astráð Eysteinsson sem nefnist „Fyrsta nútímaskáldsagan og módernisminn“ og hefur undir- titilinn „Loksins hvað?“; skýrast báðir titlar af því að stór hluti greinarinn- ar er gagnrýni á bók mína Loksins, loksins - Vefarinn mikli og upphaf ís- lenskra nútímabókmennta, sem út kom haustið 1987 (greinin hér eftir skammstöfuð ÁE, bókin LL). Það er augljóst af anda greinarinnar að Ást- ráður er mjög gagnrýninn á verk mitt, en ekki er að sama skapi ljóst hvað hann hefur við meginkenningu þess að athuga, enda er hann ekki jafn gagnorður og hann er margorður. Nú er meginkenningin vissulega ekki til- takanlega frumleg. Hún er í stuttu máli sú að með Vefaranum mikla eftir Halldór Laxness og Bréfi til Láru frá Þórbergi Þórðarsyni hafi verið lagður grunnur að íslenskum nútímabókmenntum (LL bls. 206). Ástráður kemst svo að orði „að þótt módernismi í íslenskri skáldsagnagerð hafi verið rnöguieiki síðan Bréf til Láru og Vefarinn komu fram, þá verði hann ekki að viðmiði, virku samfelldu afli, fyrr en eftir miðjan sjöunda áratuginn" (ÁE bls. 277), og skil ég fyrri hluta yrðingarinnar sem staðfestingu á nýj- ungagildi þessara verka. Umdeilanlegri en þessi kenning eru auðvitað þau rök sem ég færi fyrir henni, samhengið sem ég reyni að setja hana í. Vefarinn mikli öðlast sess sinn að mínum dómi vegna þess hve rækilega þetta róttæka og stíldjarfa verk gengur á hólm við þann síðnatúralisma sem hér ríkti í skáldsagnagerð á þessum árum, svo og þá afturhaldssömu þjóðernishyggju sem margir ís- lenskir menntamenn aðhylltust og héldu vísi að íslenskri hugmyndafræði. Með öllum sínum göllum sýndi Vefarinn íslenskum lesendum skáldsöguna sem opið bókmenntaform sem rúmað gæti nýjan veruleik; í þessu efni naut Halldór þess að hann hafði gleypt í sig rit evrópskra nýstefnumanna alda- 191 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.