Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 65
Halldór Guðmundsson
Orðin og efinn
Til varnar bókmenntasögu
í æsku minni spurði ég: Hvað er Guð? í elli minni skrifa ég lærdómsríkt vís-
indarit um einkenni hirðlífsins í Frakklandi á tíð Lúðvíks XVI. Og ég stend
uppi harðánægður yfir því að hafa gleymt, hvað það var, sem ég vildi vita, en
vita alt hitt, sem ég spurði aldrei um.
Vefarinn mikli1
I síðasta hefti Skírnis (haust 1988) er löng grein eftir Astráð Eysteinsson
sem nefnist „Fyrsta nútímaskáldsagan og módernisminn“ og hefur undir-
titilinn „Loksins hvað?“; skýrast báðir titlar af því að stór hluti greinarinn-
ar er gagnrýni á bók mína Loksins, loksins - Vefarinn mikli og upphaf ís-
lenskra nútímabókmennta, sem út kom haustið 1987 (greinin hér eftir
skammstöfuð ÁE, bókin LL). Það er augljóst af anda greinarinnar að Ást-
ráður er mjög gagnrýninn á verk mitt, en ekki er að sama skapi ljóst hvað
hann hefur við meginkenningu þess að athuga, enda er hann ekki jafn
gagnorður og hann er margorður. Nú er meginkenningin vissulega ekki til-
takanlega frumleg. Hún er í stuttu máli sú að með Vefaranum mikla eftir
Halldór Laxness og Bréfi til Láru frá Þórbergi Þórðarsyni hafi verið lagður
grunnur að íslenskum nútímabókmenntum (LL bls. 206). Ástráður kemst
svo að orði „að þótt módernismi í íslenskri skáldsagnagerð hafi verið
rnöguieiki síðan Bréf til Láru og Vefarinn komu fram, þá verði hann ekki
að viðmiði, virku samfelldu afli, fyrr en eftir miðjan sjöunda áratuginn"
(ÁE bls. 277), og skil ég fyrri hluta yrðingarinnar sem staðfestingu á nýj-
ungagildi þessara verka.
Umdeilanlegri en þessi kenning eru auðvitað þau rök sem ég færi fyrir
henni, samhengið sem ég reyni að setja hana í. Vefarinn mikli öðlast sess
sinn að mínum dómi vegna þess hve rækilega þetta róttæka og stíldjarfa
verk gengur á hólm við þann síðnatúralisma sem hér ríkti í skáldsagnagerð
á þessum árum, svo og þá afturhaldssömu þjóðernishyggju sem margir ís-
lenskir menntamenn aðhylltust og héldu vísi að íslenskri hugmyndafræði.
Með öllum sínum göllum sýndi Vefarinn íslenskum lesendum skáldsöguna
sem opið bókmenntaform sem rúmað gæti nýjan veruleik; í þessu efni naut
Halldór þess að hann hafði gleypt í sig rit evrópskra nýstefnumanna alda-
191
L