Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 68
Tímarit Máls og menningar dómi felst módernismi sem einkenni á skáldskap í efasemdum um öll boð- skipti og gagnrýni tungumálsins. Um módernisma getur að hans hyggju „einungis verið að ræða þegar inn í skáldskapinn er byggð kreppa tungu- máls og forms, boðskipta og veruleikaskynjunar, og ekki síst kreppa skáld- skaparins sjálfs“ (ÁE bls. 289). Síst er ég ósammála því - einsog reyndar er tekið fram í bók minni - að efi um möguleika tungumáls og tærleik mann- legra boðskipta er einn þáttur módernisma í bókmenntum. Þess vegna meðal annars er ég ósammála Matthíasi Viðari Sæmundssyni og kalla skáld- sögu Gunnars Gunnarssonar, Sœlir eru einfaldir (1920), „módernisma af hálfum huga“ (LL bls. 104). Efahyggjan sem verk Gunnars frá þessu tíma- bili útmála nær ekki til formsins, það myndast gjá milli þeirrar örvæntingar og einsemdar sem sífellt er verið að segja frá (og persónurnar eru jafnvel að ræða í stássstofunni) og hefðbundins frásöguháttar sagnanna (LL bls. 105). Því form þeirra ber öll merki síðnatúralismans, skáldsagna þar sem alvitur sögumaður varpar ljósi á vandamál með því að láta persónur sínar ræða þau til hlítar, oft fyrir framan heldur dauflega lýst baksvið. Gunnar hefur hér ekki enn fundið það form sem hentaði frásagnargáfu hans best. A sinn sér- stæða hátt tekur Ástráður undir þessa gagnrýni mína („Þótt gagnrýni okk- ar Halldórs sé nokkuð samhljóða í þessu efni“, ÁE bls. 289. Skyldi ég hafa séð grein hans áður en ég skrifaði bókina?) En hver er þá ágreiningurinn? Hann sýnist fram kominn af því ég læt mér ekki nægja skilgreiningu á módernisma út frá „formrænni efahyggju", heldur fer að ræða þemu hans á mismunandi tímabilum. Þema verks er meginhugsun þess, það sem hugmyndaheimur þess hverfist um. Þessar innihaldslegu athuganir á yrkisefnum og hugmyndaheimi líst Astráði ekki á og segir reyndar á einum stað að undirritaður sé „sem oftar blindaður af „þemum“ sínum“ (ÁE bls. 276). Olafur Jónsson fær líka á baukinn fyrir sömu villu. En ég held einmitt að slík þemagreining sé algert skilyrði þess að um raunverulega bókmenntasög«/egíi umfjöllun sé að ræða: Um hvað voru skáldin að skrifa, hvaða gildi mótuðu hugmyndaheim þeirra, hvaða andstæður notuðu þau til að koma skipan á hugsun sína? Ef við takmörkum okkur við formræna þætti í víðasta skilningi, svo sem efann um tungumálið, lendum við í bókmenntasögulegum ógöngum. Plat- on hafði efasemdir um orðin og möguleika þeirra til að tjá hinn sanna veru- leik, og svo var um ýmsa klassíska höfunda. I merkri skáldsögu er sagt frá leiðangri aðalpersónunnar til íshafsins með skipi, og við ísbrúnina taka ferðamenn að heyra undarleg hljóð frá löngu liðnum tíma. Þetta eru frosin orð fortíðarinnar: 194
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.