Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 73
Orðin og efinn
Kristevu og taka svo eitthvert bókmenntaverk sem dœmi. Og þá getur
gleymst að Lacan setti kenningar Freuds í túlkunarramma táknfræðinnar
og hvort tveggja eru almennar kenningar um þroska einstaklingsins í sam-
félögum sem byggjast á kjarnafjölskyldunni. Ef við notum bókmenntaverk
sem dæmi til að undirstrika kenningar um að tungumálið fæðist af skorti
eða um áhrifamátt móðurbindingarinnar, erum við eftir sem áður bara að
ræða þessar almennu kenningar, ekki að greina viðkomandi verk. Bók-
menntafræði hins óútfyllta eyðublaðs, hefur Guðmundur Andri Thorsson
kallað þetta.
Nýr tími, ný viðmið
Sú tegund nútímabókmennta sem mest áhrif hafði á Vefarann voru sjálf-
hverf verk módernistanna um aldamótin, og þá einkum tiltekin verk
Strindbergs og Papini, og hið sérstæða rit Weiningers hins austurríska um
kynferði og skapgerð. Sjálfsköfun þessara verka, umfjöllun þeirra um átök
ofvaxinnar sjálfsvitundar við umheiminn, glíman við kvenmyndina, gaf
Vefaranum þennan ótrúlega slagkraft í lognmollu íslenskra bókmennta.
Flér birtist nútímamaðurinn í gervi Steins Elliða á íslensku leiksviði, fullur
af hroka og fyrirlitningu á íslenskri sveitamennsku og ábyrgri hugsun, en
stundum líka fullur auðmýktar í leitinni að algerum sannleika, í óleysan-
legu ástarhaturssambandi við hina jarðnesku stúlku. Jafnframt eru í bók-
inni margar formtilraunir og glíma við ólíkan framsetningarmáta, og gætir
þar áhrifa frá nýstefnum þess tíma, svo sem súrrealismanum. Þarna var
komin alvöru nútímaskáldsaga, og munurinn á henni og þorra íslenskra
lausamálsbókmennta á þessum tíma var ótrúlega mikill. Það er einkennilegt
við ritgerð Astráðs að hann minnist hvergi á þau verk sem skrifuð voru
hérlendis næst á undan Vefaranum mikla; en einungis þannig getum við
skilið hvílík sprengja þessi saga var í íslenskri bókmenntasögu. Eina hlið-
stæða þess var Bréf til Láru, sem Astráður kallar „furðuverk“ (bls. 275).
Nú verður, einsog Sigfús Daðason hefur bent á, snilld bréfsins seint oflof-
uð hvað sem göllum þess líður. En stundum held ég að okkur hætti til að
eigna því of mörg einkenni módernískra skáldsagna. Það frjálsa ævisögu-
form sem erlendis er kallað „confession" og Benedikt Gröndal notar í
Dtegradvöl á sér langa hefð. Þar getur höfundur blandað saman ritgerðum,
huglægum frásögnum af raunverulegum atburðum, játningum og hvers
kyns hugleiðingum, svo úr verður magnaður drykkur. Líklegra finnst mér
að Þórbergur hafi þekkt slík verk en erlendan módernisma, þótt hann fari
djarflega með formið. En Vefarinn og Bréfið eiga það sameiginlegt að fjalla
öðrum þræði um menningarbyltinguna, og taka sér eindregið stöðu með
hinu nýja gegn gamla tímanum.
199