Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 87
Hugleibingar um horfna hókmenntagrein Bédier og Nykrog töldu báðir að fabliaux væru franskar að uppruna. Það er þó umdeilt. I latneskum gleðileikum miðalda bregður fyrir svipuðu frásagnarefni og á því er m. a. tæpt í Carmina Burana. Þar að auki þekkjast slíkar frásagnir með öðrum þjóðum; Indverjar eiga t. d. slíkar sögur og skammt er síðan að fræðimenn töldu að franskar fabliaux væru þaðan runnar sem og annað ævintýraefni. Fræg er líka Svarta Dekameron sem segir frá erótískum uppákomum meðal blámanna í Afríku." Með öðrum orðum sagt: gamansögur svipaðar hinum frönsku fabliaux hafa þekkst með öðrum þjóðum.12 Alíslenskar fabliaux er hvergi að finna - aðeins fáeinum minnum bregður fyrir, t. d. í Þrymskviðu, þegar Þór og Loki aka „tvö“ saman til jötunheima. I öðrum bókmenntagreinum, eins og t. d. í ljóðsögum um riddara og strengleikjum, koma fyrir minni sem algengust eru í fabliaux. Af þessum bókmenntum kunna þrjú verk að hafa haft áhrif hér á landi; eitt er ljóðsag- an um Tristram og Isönd, annað gleðileikurinn um Pampbilus og Galatbeu, en hið þriðja er Disciplina clericalis sem er safn dæmisagna eftir spænskan Gyðing, Petrus Alfonsi (d. um 1140). Tristrams saga, eins og hún er varðveitt nú, er líklega 14. aldar verk. Það kann að vera að hún hafi verið þýdd fyrr, í stjórnartíð Hákonar gamla (d. 1263), en sú gerð er ekki lengur til.13 I svo alvarlegri ástarsögu leynist efni sem á rætur sínar að rekja til franskra gamansagna.14 Eg vil þar sérstak- lega nefna 54. og 55. kafla sögunnar þar sem elskendurnir reyna að blekkja Mark konung sem hefur fengið pata af að þau hittast á laun og lætur njósna um þau. Hann fær illan dverg til að dreifa hveiti á gólfið í herberginu þar sem þau sofa öll þrjú, til þess að „sjá skyldi mega fótspor Tristrams í flúr- unum ef hann gengi til drottningar" (98, 150).15 Öllu fyndnari er 58. kafli þar sem Tristram í dularbúningi pílagríms fellur á drottningu ofan eftir að hann hefur borið hana yfir straumsvað nokkurt. Isönd hefur þar þessi orð um: „Nú, er það undur,“ kvað Isönd, „þó að pílagrímurinn vildi leika sér og þreifa um hvítu lær mín? En nú má eg með öngum kosti þann eið vinna að ekki hafi þar annar legið en konungurinn" (103, 157). Styttri saga af ástum Tristrams og Isöndar er einnig í strengleiknum Chievrefoil eftir Marie de France. I norrænni þýðingu nefnist hann Geitar- lauf.16 Þar koma fyrir sömu minni og í Tristrams sögu en nokkuð er frá- brugðið hvernig sagt er frá leynilegum fundum elskendanna.17 Sagan af Pamphilus og Galatheu er minna þekkt og vafasamt að hún hafi nokkurn tíma verið kunn hér á landi á miðöldum, en hún hefur varðveist í gamalli norskri þýðingu, líklega frá 13. öld.18 Þar stuðlar túlkur, þ. e. milli- 213
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.