Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 95
Hugleibingar um horfna hókmenntagrein
sögurnar ekki ritaðar upp í heilu líki. Svörin liggja ekki í augum uppi. Þó
að hérlendis virðist stundum hafa ríkt meira lauslæti en annars staðar í álf-
unni er augljóst að kirkjunnar menn hljóta hafa risið öndverðir gegn allri
frjálshyggju í kynferðismálum. Það er því hugsanlegt að klerkar hafi getað
ráðið því að fabliaux voru ekki skráðar á skinn. Annað mál er að í skólum
og klaustrum miðalda lifðu á vörum manna meðal skrýtlur sem voru í
grófara lagi (ioca monachorum). Fæstar af þeim komust nokkurn tíma á
bækur. Kirkjan réð yfir útgáfu landsmanna að mestu leyti, prestar voru
aðalskrifarar handrita. Hér við bætist að stétt borgara var ekki til. Þéttbýli
var naumast annars staðar en á biskupssetrunum í Skálholti og Hólum.
Eg hygg að dæmin úr Bósa sögu og Sigurðar sögu turnara séu umfram
allt ábending um að hinar frönsku gamansögur hafi einkum gengið manna
á meðal. Þær þurfa þó ekki hafa verið þýddar beint heldur borist hingað til
lands úr enskum og síðar þýskum eða dönskum gamansagnasöfnum. Dæmi
um slíka iðju eru skrif séra Gottskálks Jónssonar í Glaumbæ um miðja 16.
öld. Hann ritaði Babírs kvœöi í safn sitt „Sópuð“. Forrit hans er ekki
þekkt, en líklega hefur verið farið eftir gamalli enskri heimild, en kvæði
sama efnis var til prentað á öndverðri 16. öld.37
Merkilegustu leifar hinna erlendu gamansagna koma fram á 19. öld í
þjóðsagnasöfnum Jóns Arnasonar, sem voru þó ekki prentuð öll fyrr en á
þessari öld. Að auki vil ég svo nefna tvær sögur sem tveir ágætir sagna-
menn, þeir Olafur Halldórsson og Sigurður Nordal, hafa skrásett og látið
prenta á síðari hluta þessarar aldar.38
I sögu Ólafs Halldórssonar, Lúsarskinnið og raspurinn hans Jóns míns,
snýst orðaleikurinn um tól og verkfæri; vitgrönn stúlka leikur sér að raspi
smiðsins. I Bassa sögu sem Sigurður Nordal skráði eftir Helga Guðmunds-
syni malara er sagt frá eiginkonu nokkurri sem eignaðist tvo fugla; annar
var eiginmannsins en hinn geymdi hún í handraða og lék sér við hann þegar
maður hennar fór að herja á fjarlæg héruð. Myndmál Bassa sögu sver sig
greinilega í ætt við kímnisögurnar frönsku; fuglinn hlýðir ekki boðum en
flýgur af einu klaustrinu á annað og eru þau deshús ekki öll þakin dúni.39
Meinfyndnust er þó sagan af Hausta („Hann Hausti blessaður“) úr safni
Jóns Árnasonar. Hún hljóðar svo:
Einu sinni bjó kerling í koti nokkuru; hún var vel fjáreigandi og átti sér eina
dóttur barna; sú þótti mjög heimsk. Kerling hafði málnytu allmikla á sumr-
um og bjó hún til osta úr mjólkinni og geymdi þá. Einu sinni spyr stelpa
móður sína hvað lengi hún ætli að geyma alla þessa osta. „Til haustsins,"
segir kerling.
Nú bar svo við þessu næst, að kerling fór eitthvað að heiman; en stelpan
var ein eftir í kotinu að gæta búsins. Þá kemur þar maður ókenndur og heils-
221