Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 96
Tímarit Máls og menningar ar henni; hún tekur því og spyr hann að nafni. Hann kvaðst heita Hausti. Stelpa mælti: „Á, á! Þar kom hann Hausti þá loksins! Komdu blessaður og sæll Hausti minn góður. Hún móðir mín hefir safnað saman miklu af ostum og geymt þá handa þér, og skal ég nú fá þér þá alla.“ Því næst ryður hún í hann ostunum, og tekur hann við þeim glaðlega. Eftir það snýr hann sér undan og kastar af sér vatni. Stelpa sér þetta og setur hönd fyrir auga; spyr hún nú manninn hvað þetta þing hans heiti. Hann segir að það heiti vit. „Blessaður Hausti minn,“ segir hún, „gefðu mér dálítið af vitinu þínu, því hún móðir mín brigslar mér svo oft um flónskuna." Maðurinn varð skjótt við bæn hennar og dreypti á hana neðan til af viti sínu og fór burt eftir það með alla ostana, en stelpan var eftir. Nú kemur kerling heim og fagnar stelpa móður sinni; segir hún henni brátt þarkomu Hausta og að hún hafi fengið honum alla ostana. „Bölvuð fari úr þér vitleysan," segir kerling. Stelpa mælti: „Þú þarft nú ekki að brigsla mér um vitleysuna lengur því hann Hausti minn setti í mig nóg vit,“ og um leið flettir hún upp um sig pilsinu og sýnir móður sinni hvar Hausti hafi skil- ið eftir vitið. Við þetta allt saman varð kerling svo reið að hún lúbarði dóttur sína og rak hana síðan í bruttu; bað hún hana aldrei framar koma sér fyrir augu (Þjóðsögur Jóns Amasonar V, 382-383).40 Skyldleikinn við söguna um „Raspinn hans Jóns míns“ leynir sér ekki. Merkilegast er þó að verkfærið heitir hér vit, en í fornfrönsku merkir vit reður. En orðaleikur Hausta ber með sér að gamlir íslenskir sagnaþulir hafa vitað fyrir víst hvar skynsemin bjó í manninum. Á meginlandi Evrópu hefur verið talið að fabliaux deyi út sem sjálfstæð bókmenntagrein á 15. öld, en eftir verði skopsögur sem sumar þjóðir hafi átt í fyrningum eftir að aðrar alþýðusögur voru almennt komnar á bækur. Svo virðist sem gamansögur af þessu tagi hér á landi hafi sætt sömu örlög- um. Dæmin hér að framan úr þjóðsagnasöfnunum gætu stutt þá skoðun. En frá því að séra Gottskálk Jónsson í Glaumbæ skráði kvæðið af Babír, þar sem Sagan af nánum margdrepna birtist fyrst, þar til að Jón Árnason hóf söfnun sína, eru þrjár aldir. Samt sem áður þekkjast sögurnar úr hand- ritum frá þessu tímabili bæði í bundnu máli og óbundnu. Bókmenntagrein líður ekki undir lok, þó að hlutverk hennar og jafnvel vettvangur hafi lítils háttar breyst; hún hverfur ekki. Ovíst er þó hvert hlutverk hennar hefur verið á þessum öldum. Sögurnar hafa sennilega aldrei verið hafðar í háveg- um nema þá í mannfagnaði eins og Jörvagleði sem rétttrúnaðarmenn litu óhýru auga. Og líklegast hafa þær allt frá því á 14. öld verið neðanjarðar- bókmenntir eins og blautleg danskvæði, flím og e. t. v. skopleikir í upphafi lönguföstu. Þessar sögur eru gott dæmi um lífseiglu íslenskra og evrópskra miðaldabókmennta. Og þær sýna dágóða mynd af alþýðlegri mennt allra 222
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.