Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 108
Tímarit Máls og menningar
hlær. Hann réðst á verkið, réðst á Hlátur djöfulsins, spilaði með
stórum tóni, þrýsti á strengina: ég hafði aldrei heyrt hann spila jafn-
harkalega áður: hann kreisti strenginn og allt í einu, já allt í einu
heyrðist smellur, ámátlegur smellur: boginn rakst í fiðluna; svo
heyrðist þögn, Hlátur djöfulsins var þagnaður, strengurinn var slit-
inn.
Og hann hló. Hann hló. Og salurinn hló líka. Og hann gerði
bendingu, leikræna, hálfýkta bendingu og hann gekk fram og náði í
annan streng og þræddi hann í og stillti fyrir framan áheyrendur.
Og svo spilaði hann Hlátur djöfulsins aftur.
Nú er það svo, að nýir strengir halda ekki stillingu, tónn þeirra
fellur og verður falskur undireins. Snjöllustu fiðluleikarar geta ekki
leynt því að strengurinn fellur, jafnvel þótt þeir breyti fingrasetning-
unni; og þessvegna verður tónninn falskur. Og Hlátur djöfulsins var
þessvegna falskur og ámátlegur en það breytti engu; hann spilaði
samt. Hann spilaði. Og svo klappaði fólkið og stappaði; þessir tón-
leikar höfðu verið ævintýri; sjálfsagt hafði tæpast nokkur maður
heyrt hvað raunverulega hafði gerst; ég efast um það.
Þegar allir voru farnir heim gekk ég um salinn einsog venjulega og
aðgætti hvort nokkur hefði gleymt einhverju. Fyrir utan efnisskrár
og sælgætisbréf fann ég fjólubláa kvenslæðu úr fínu silkiefni undir
einu sætinu. Svo slökkti ég ljósin í salnum, gekk upp á sviðið, renndi
flyglinum aftur þangað sem hann átti að vera og gekk að því búnu
inn í ganginn þar sem búningsherbergin voru.
Þá heyrði ég fiðlutóna handan við vegginn. Eg þekkti þessa tóna
undireins. Þetta var Bach, - sama verkið og hann hafði leikið í upp-
hafi tónleikanna. Dyrnar á herberginu voru opnar og ég læddist upp
að þeim en skýldist bakvið hurðina. Hann hafði haft fataskipti og
kjólföt hans lágu samanbrotin í skjóðunni. Ofan á þeim lágu blóm-
in, sem hann hafði fengið eftir tónleikana: anímónur og rósir. Og
hann spilaði. Hann spilaði og spilaði. Augu hans voru lokuð. Stund-
um hætti hann stuttlega og hækkaði nýja strenginn, en hóf jafnóð-
um leik sinn á ný.
Hann hætti ekki fyrr en bæði verkin eftir Bach og sónatan eftir
Ysaýe höfðu hljómað um tóma ganga hússins: þetta voru allir tón-
234