Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 124
Tímarit Máls og menningar
um væri að ræða eitthvert stutt æði, heldur stóðu þessi ósköp yfir í 2-300
ár! Sæmilega vitibornu fólki hefur löngum þótt þetta fyrirbæri harla illskilj-
anlegt ef ekki lægju að minnsta kosti einhverjir duldir hagsmunir að baki.
En þá hagsmuni hefur hingaðtil þótt snúið að koma auga á. Til dæmis
reyndi hvorki Karl Marx né aðrir róttækir samfélagsgagnrýnendur 19. aldar
að gefa neina skýringu á þessu fyrirbæri.
Kvennaskýring
Galdraofsóknir í Evrópu og Ameríku bitnuðu að mestu leyti á konum. A
síðustu áratugum jafnréttisbaráttu hafa einstaklingar sem haldnir eru að-
sóknarkennd haldið þeirri skýringu á loft að undir yfirvarpi galdraáburðar
hefðu karlmenn verið að brjóta niður sjálfræðisviðleitni meðal kvenna. Það
hefðu með öðrum orðum verið hortugar jafnréttisvalkyrjur sem karl-
rembusvín úthrópuðu og kölluðu galdranornir. Hefur mikið verið skrifað
um þessi efni.3)
Þetta viðhorf hefur einnig orðið námsþáttur í kvennafræðum við háskóla
víða um heim. I Háskóla Islands var t.d. námskeið í bókmenntasögu um
þetta efni árið 1986.
Ljósmœbur og skottulæknar
Segja má, að þessi kenning komist í námunda við frambærilega skýringu en
samt vantar mikið á til að dæmið gangi nógu vel upp. Þrátt fyrir allt voru
karlar um fimmti hluti þeirra sem urðu fyrir barðinu á galdrafárinu.4' En
það var aðallega afmarkaður hópur þeirra sem mátti sæta galdraáburði! Það
voru svonefndir skottulæknar. Um leið kemur hið athyglisverða í ljós að á
fyrstu öld galdrafársins er það sömuleiðis tiltekinn hópur kvenna sem of-
sóknin beinist einkum að. Það voru ljósmæður og „grasakonur“ sem vita-
skuld voru einatt eitt og hið sama á miðöldum.
Ný sjónarmið
Það var einkum þessi vísbending um ljósmæður og skottulækna sem kom
tveim þýskum félags- og mannfjöldafræðingum á nýtt spor fyrir nokkrum
árum. Þeir heita Gunnar Heinsohn og Otto Steiger og höfðu um árabil
kannað sveiflur í fólksfjölgun Evrópulanda svo langt sem heimildir ná og
hugsanleg tengsl þeirra við m.a. styrjaldir, drepsóttir, náttúruhamfarir,
landafundi, þróun læknavísinda, breytt mataræði, umönnun ungbarna og
þar fram eftir götum. A síðastliðnum áratug hafa þeir birt fjölda ritgerða
um ýmsar hliðar þessa máls.5)
Þeir tvímenningar fóru því að lesa ofan í kjölinn þau höfuðrit galdraof-
250