Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 135

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 135
Kristur í eyðimörkinni forðum. Hann fellur fyrir þeirri fyrstu með því að gangast inn á þá 20. aldar hugmynd að sál mannsins búi í vömbinni. Þegar Krist hungraði eftir fjörutíu daga föstu gekk freistarinn til hans og sagði: „Ef þú ert sonur Guðs, seg að steinar þessir verði að brauðum. Hann svaraði og sagði: Skrifað er að maðurinn lifir eigi af einu saman brauði, heldur af sér- hverju orði sem fram gengur af Guðs munni.“ (Matt. 4, 2-4). Fyrsta skrefið á glötunarbraut Frið- riks er stigið þegar hann kynnist verð- andi eiginkonu sinni, enda er það undir- strikað með kaldranalegu andrúmslofti á hryssingslegum nóvemberdegi: „. . . kalt var í veðri þennan dag, og nepjan stóð úr öllum áttum á torgið. Smáfuglar feyktust til í vindinum, og vindurinn fletti upp fjöðrum þeirra og þreif í skjólflíkur fólksins á götunni." Þetta eru sannkallaðir vítisvindar, enda líður nú að því að Friðrik glati svein- dómi sínum. Lýsing sögumanns á kyn- ferðislegum löngunum sínum er reynd- ar æði undarleg og þverstæðukennd: „Sjálfur hafði ég aldrei haft mikinn áhuga á nánum samskiptum við konur, hvorki að degi né nóttu, enda þótt ekk- ert amaði að hormónastarfsemi minni og hvatir mínar væru á engan hátt óvanalegar. Eg hafði haft um annað að hugsa.“ (16) Sumir kynnu að kalla slíkt fálæti „óvanalegar hvatir“. Reynsluleysi hans í kynferðismálum skapar hjá honum óör- yggi gagnvart konu sinm. En fyrst um sinn virðist allt leika í lyndi, þau lifa einföldu lífi fátækra stúdenta og njóta hinna „hversdaglegu smámuna“ í tilver- unni. Þau eignast dóttur og hafa hug á að flytja með hana til íslands að námi loknu. En raunin verður önnur. Og er Umsagnir um bakur lengra líður í upprifjun sögumanns er eins og hann fari að efast um að náms- árin hafi verið jafn hamingjusamur tími og hann hafði talið sér trú um áður. Það er efi í huga hans, hann vantreystir minninu. Honum finnst konan hafa verið „jafn hégómleg og fölsk á þessum árum“ (29) og nú. Hann telur ást sína á þeim árum hafa stafað af reynsluleysi sem hann er afar viðkvæmur fyrir og grunar konu sína um að hafa hlegið að í laumi. Þannig rýkur sögumaður upp í bræði þegar kemur að viðkvæmum mál- um, enda þótt hann reyni að halda ró sinni. Næsti freistari Friðriks á eftir eigin- konu hans verður svo tengdafaðir hans sem er í nánum tengslum við japanskt stórfyrirtæki og býður honum starf þar. Eiginkonan beitti fyrir sig hinum kven- legu töfrum auk listahjalsins, en faðir hennar beitir fyrst og fremst bókmennt- um og listum til að „forfæra“ Friðrik. Það kemur á daginn að tengdafaðirinn hafði lesið bókmenntir í háskóla áður en hann tók að leggja stund á lögfræði. Og honum tekst auðveldlega að fá hinn ístöðulausa Friðrik á sitt band með því að slá um sig með tilvísunum í fræg skáld og málverk og bjóða honum svo vellaunaða stöðu hjá japanska stórfyrir- tækinu þegar hann hafi lokið námi. Menningin sem fortjald kapítalsins. Eiginkonan varar reyndar Friðrik við föður sínum. Hún veit hvað honum gengur til, hann er rausnarlegur þegar hann vill hafa gott af mönnum. Hún segir áhuga hans á listum og bókmennt- um einungis sýndarmennsku til að ganga í augun á viðskiptamönnum. En Friðrik lætur þessar aðvaranir eins og vind um eyru þjóta. Er hann hugsar til baka reynir hann að átta sig á því af hverju hann lét blekkjast svo auðveld- 261
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.