Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 7
Adrepur dór skreytir grein sína með, þá er að mínu mati illa komið fyrir bókmenntaum- ræðu. Grein Halldórs er þannig lituð skætingi sem hann hreytir í mig, en ég tek ekki þátt í slíkum orðasennum og mun ekki svara í sömu mynt. Hitt þykir mér öllu verra að Halldór skuli fullyrða að „stór hluti“ greinar minnar sé gagnrýni á bók hans „Loksins, loksins“ (191). Með því móti er hann að „eigna“ sér grein mína, í neikvæðum skilningi. Raunin er sú að grein mín er að meginmáli 39 blaðsíður og þar af tel ég að í mesta lagi sé hægt að segja að 7 blaðsíður fjalli um bók Halldórs eða séu bein umræða um kenningar hans.3 Halldóri hefur hinsvegar fundist greinin vera að miklu leyti um sig og er því kannski skiljanlegt að honum þyki ég fremur margorður en gagnorður. Vissu- lega er stór hluti greinarinnar um sömu skáldverk og hann fæst við í bók sinni, en það er allt annað mál. Eg hefði svosem getað birt grein um þetta áhugasvið mitt án þess að minnast á bók Halldórs. En þegar rannsóknarsvið manna skar- ast tel ég sjálfsagt að þeir skiptist á skoðunum og gagnrýni, og að hollt sé fyrir umræðuna almennt að fleiri en eitt sjónarmið komi fram. Eg ákvað því að gefa mig á tal við Halldór. Eg tók skýrt fram í grein minni: „Þar sem viðhorf mín rekast í veigamiklum atriðum á uppgjör Halldórs Guðmundssonar við þriðja áratuginn og módernismann, mótast efnistök mín framan af talsvert af gagn- rýni á „Loksins, loksins", gagnrýni sem er jafnframt samræða um sameiginlegt áhugamál" (275). En það gengur illa að ná sambandi við Halldór; það er á tali hjá honum. Raunar finnst mér einnig, þótt Halldór sé vís til að flokka það undir yfirlæti, að þegar hartnær fimmtungi langrar greinar er varið í að bregðast við bók hans þá felist í því viðurkenning á að bókin skipti töluverðu máli á umræddu rann- sóknarsviði. Um „yfirlxti“ Mér þykir rétt að ræða stuttlega einstök ágreiningsefni og þá fyrst þau tvö dæmi um yfirlæti mitt sem Halldór nefnir (bls. 201). Annað er að ég skuli hafa leyft mér að skjóta því að í framhjáhlaupi að hann hafi valið bókartitil sinn „af nokkurri dirfsku" (og vill hann þó sjálfur sýna dirfsku, einsog fram hefur kom- ið). Mér fannst engin ástæða til að ræða þessa áræðni frekar í grein minni, en Halldór er greinilega á öðru máli og ég skal vera honum leiðitamur. Upphróp- unin „Loksins, loksins", sem er flestu íslensku bókmenntafólki vel kunn, hefur gegnt tvíþættu hlutverki. Fólk þekkir þetta sem upphafsorð á lofsamlegum rit- dómi Kristjáns Albertssonar um Vefarann mikla frá Kasmír og með hliðsjón af þeim fögnuði hefur upphrópunin verið notuð til að fagna öðrum verkum; til dæmis hafa síðari tíma gagnrýnendur beitt henni til að hampa ákveðnum bók- um og jafnvel ýja að því að einnig þær séu tímamótaverk. Þegar Halldór gerir sér lítið fyrir og ættleiðir þessa upphrópun sem eigið bókarheiti, skírskotar tit- illinn óhjákvæmilega til tveggja bóka, ekki ósvipað því sem gerist þegar menn nota upphrópunina um einstök verk önnur en Vefarann. Onnur bókin er verk 269
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.