Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 105
Ingrid Strobl Nelly Sachs Fyrir skömmu kom út á Islandi bók sem hefur að geyma þýðingar á úrvali af þýskri ljóðlist frá stríðslokum. Þeim sem hér skrifar er kunnugt um að mjög var vandað til þessarar útgáfu en hann hefur þó uppgötvað að í bókinni er ekki eitt einasta Ijóð eftir Nelly Sachs. Eftirfarandi grein var þýdd til að kynna skáldkonuna. A það skal jafnframt bent að lífssaga Nelly Sachs er að- eins brot af nöturlegri sögu Þýskalands. Þúsundir manna sem urðu að flýja Þriðja Ríkið - hvort heldur það var vegna pólitískra skoðana, réttlætis- kenndar eða kynþáttar - mættu fálæti, tortryggni og jafnvel hatri í Þýska- landi eftir stríð. Aftur á móti áttu samviskulausustu fjöldamorðingjar Þriðja Ríkisins - þeirra á meðal ófáir læknar, saksóknarar og dómarar - nær undan- tekningalaust glæstan feril framundan. I lok greinarinnar skrifar höfundurinn, Ingrid Strobl, að Nelly Sachs hafi verið „fórnarlamb þýskrar lygi“. Þessi orð eru dæmigerð fyrir vesturþýska róttæklinga. Að þeirra áliti er hin þýska lygi ekki aðeins hugmyndafræði nasismans heldur einnig það þýska þjóðfélag sem varð til eftir stríð. Þjóðfé- lag sem umbunar böðlum og refsar fórnarlömbum. Þjóðfélag sem þorir ekki að horfast í augu við eigin fortíð. Ingrid Strobl er vesturþýsk menntakona og femínisti. Hún hefur setið í fangelsi frá því um jólin 1987 og er gefið að sök að hafa keypt vekjaraklukku. Lögreglan telur að klukkan hafi verið notuð í sprengjutilræði við Lufthansa- flugfélagið. Strobl þvertekur fyrir að hafa verið viðriðin tilræðið og ber fróð- um mönnum saman um að fátt bendi til að hún sé sek. En vesturþýska rétt- arkerfið lætur ekki að sér hæða. Það er jafn óbilgjarnt í málshöfðunum sín- um gegn „hugsanlegum terroristum“ og það hefur verið undanlátssamt við ofangreinda fjöldamorðingja. Greinina skrifaði Ingrid Strobl í fangelsinu. Hún birtist í þýska kvenrétt- indaritinu „Emma“ í júlí 88. Þýðandinn „Nelly Sachs, fædd í Berlín 10. desember 1891. Kom sem flóttamaður ásamt móður minni til Svíþjóðar 16. maí 1940. Hef búið í Stokkhólmi síðan 1940 og fengist við ritstörf og þýðingar.“ I þessum þremur knöppu setningum lýsti þýski gyðingurinn og nóbels- verðlaunahafinn Nelly Sachs lífshlaupi sínu skömmu áður en hún dó. Hún var ekki gefin fyrir að fjölyrða um sjálfa sig. „Það veldur mér áhyggjum að 367
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.