Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 88
Tímarit Máls og menningar
ljóðið, komi því ekkert við sem slíku. Eg er því hjartanlega sammála. Hitt
er annað mál að persónur og leikendur ljóðsins, eða öllu heldur hlutverkin
í ljóðinu, skipta afar miklu máli.
I fyrsta erindi er Ijóðið sviðsett; sviðið er djúpur dalur umkringdur fjöll-
um, það er nótt. Persóna ljóðsins er hryggur sveinn. Sviðsetningin er
hnitmiðuð og allt annars eðlis en sviðsetning Gttnnarshólma, hér er náttúr-
an stílfærð: einn hraundrangi, ein stjarna, djúpur dalur. Inngangurinn boð-
ar að það er ekki „raunsæilegt“, úthverft frásagnarljóð sem á eftir fer, held-
ur táknrænt og innhverft ljóð.
I öðru og þriðja erindi er þetta undirstrikað enn betur. Ungi maðurinn
frá fyrsta erindi talar hér í fyrstu persónu og tekur þar með við hlutverki
bæði höfundar og ljóðmælanda38. Hann segir:
Hlekki brýt ég hugar
og heilum mér
fleygi faðm þinn í.
Hvað er átt við með „hlekkjum hugar“? Það má túlka margvíslega en þeir
tveir leshættir sem liggja beinast við eru: „ég brýt af mér fjötra siðferðis-
boða og -banna og fleygi mér í faðm þinn“ eða „ég brýt af mér fjötra raun-
veruleikans og fleygi mér í faðm þinn í ímyndun minni“. Ég vel síðari les-
háttinn sem leiðir til hinnar þráðu, ímynduðu, sameiningar sem lýst er í
þriðja erindinu:
Sökkvi eg mér og sé ég
í sálu þér
og lífi þínu lifi;
andartak sérhvert,
sem ann þér guð,
finn ég í heitu hjarta.
Viðtengingarháttur fyrri hlutans39 lýsir óskinni og þránni eftir hinni full-
komnu sameiningu eða samruna tveggja einstaklinga: „mín“ og „þín“. En
þessi ástríðufulla tjáning lýsir ekki fundi tveggja persóna. „Þú“ hefur
„faðm“, „sál“, „líf“ sem ég þrái að „sökkva mér í“, „vera í“, „lifa í“. Og í
síðari hluta erindisins hefur þessi ósk ræst. Guð elskar stúlkuna og það er
sveinninn sem tekur við þeirri ást. Hann er orðinn sál hennar, líf hennar -
en hvað er orðið af henni? Hún er aðeins gagnsær hjúpur eða umgjörð sem
ást guðs stöðvast ekki við.
Hin heita ósk um að „þú“ sért til, og að til sé ást sem getur hafið sig yfir
afmarkanir sjálfs og líkama, leiðir ekki til sameiningar „mín“ og „þín“
heldur til þess að „ég-ið“ leggur undir sig viðfangið og eyðir því.