Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 15
Adrepur grein í bók hans sem mér finnst dæmi um varasamar fullyrðingar í anda áður- nefndra áhrifa-rannsókna og jafnvel dæmi um áhrifa-þráðinn sem ég gat um. Halldór birti þessa málsgrein aftur í grein sinni og hér kemur hún í fjórða sinn og verður ekki annað sagt en frægð hennar aukist stöðugt: „I Rauða kverinu eru áhrif Weiningers og Strindbergs skýr, en í Heiman eg fór hefur Papini tek- ið við“ (Loksins, 168). I bókmenntafræði síðustu ára er mjög áberandi sú skoðun að allt sem höf- undur skrifi eigi uppsprettu sína í öðrum textum; frumleiki höfundar felist fyrst og fremst í vali og samsetningu eða endur-framsetningu efnis. Til að ræða þá merkingarþræði sem verk er spunnið úr, án þess að þurfa að fullyrða eða geta sér til um „áhrif“, hafa menn talsvert notað hugtakið „textatengsl", sem ég drep á í grein minni - án þess að ég telji einhverja allsherjarlausn felast í því. Halldór vill halda fast í „áhrifin“ og stingur upp á fráleitu tvenndarkerfi þessara hugtaka: „Hins vegar er ágætt fyrir bókmenntafræðinga að hafa orð einsog „textatengsl“ að grípa til, þegar þeir eru ekki vissir um hvort viðkomandi höf- undur hefur lesið þau verk sem hann er textatengdur“ (203). Þá erum við aftur komin í gamla farið og verðum að reiða okkur á vitnisburð um það hvort höf- undur hafi nú örugglega lesið tiltekin verk eða ekki. Og hvenær getum við ver- ið „viss“? Eg býst við að höfundar minnist oft á verk sem þeir hafa aldrei lesið að neinu gagni en oft heyrt og lesið um - og vita þannig kannski að þessi verk tengjast því sem þeir eru að gera sjálfir. Eg nota hugtakið „áhrif" ósjaldan sjálf- ur og er alls ekki að mælast til að það sé gert útlægt. Strindberg hafði vafalaust talsverð áhrif á Laxness. En þegar farið er að tala um „skýr áhrif“ á einstök verk kýs ég að vera á varðbergi gagnvart sannfæringu þess sem málið kannar. Gjarnan er þá einungis um tiltekna, oft mjög þrönga túlkunarleið að ræða sem takmarkar merkingu verksins um of við þessi áhrifabönd. A hinn bóginn vil ég ítreka að bókmenntafræðingar sinna oft mikilvægum rannsóknum er þeir sýna fram á innbyrðis tengsl verka - t.d. með því að greina hvernig þau eru að hluta runnin úr sama hugmyndaheimi eða sprottin af sömu heimsmynd. Af þeim hugtökum Halldórs sem mér finnast afvegaleiðandi er þó „alda- mótamódernisminn" sýnu verst. Um það ætla ég ekki að fara mörgum orðum til viðbótar því sem segir í grein minni. Fyrst þegar ég rakst á þetta hugtak hélt ég að þarna væri komið íslenskt heiti fyrir þá bylgju síðla á síðustu öld sem ýmist er kennd við úrkynjun (,,dekadens“) eða nefnd „fin-de-siécle“. Svo er þó ekki, því Halldór reynir með þessu hugtaki að afmarka einkenni módernismans einsog hann birtist um og eftir aldamót, þá stefnu sem hann segir að hafi haft áhrif á Vefarann þótt Laxness sé þar einnig sagður gera upp sakir við þennan sama módernisma. „Verk þessa tíma sem hvað mest áhrif hafa á Vefarann eru auk þess öðru fremur huglæg og sjálfhverf, einkennast af linnulítilli sjálfsköfun og stöðugri glímu við allt að því goðsögulegar hugmyndir um konuna.“ („Orðin og efinn“, 196). Samkvæmt bók Halldórs er þó Vefarinn í takt við módernisma þriðja áratugarins og er t.d. James Joyce nefndur í sambandi við 277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.