Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 80
Tímarit Máls og menningar þaðan til að ferðast um Island í því skyni að undirbúa gerð Islandslýsingar. Vegna peningaleysis komst hann ekki út til Hafnar aftur árin 1839-1842. Hann ferðaðist um landið á sumrin, hafði vetursetu í Reykjavík. Betri borgarar í smábænum Reykjavík vildu sem minnst hafa saman við hann að sælda. Hann var embættislaus, félaus, drakk of mikið, var veikur, þung- lyndur, erfiður.5 Heimildir um þetta tímabil benda til djúprar persónulegrar kreppu hjá honum. Eftir að hann sleppur utan í nóvember 1842 glaðnar yfir bréfum hans um stund, það kreppir aftur að og um mitt sumarið 1843 flyst hann til Soro til vinar síns og starfsbróður Japetus Steenstrup. „Þar lifði Jónas eins og blóm í eggi, starfaði allvel, og gat þess á millum hresst sig á að aka og ríða um skógana og ganga þar við vatnið og róa um það. Hann var þá inn mesti reglumaður“, segir Hannes Hafstein.6 „. . . og þetta tímabil var eins og ljúfur áfangi í hinni stuttu og döpru ævi skálds- ins“, segir Tómas Guðmundsson/ Báðar tilvitnanirnar benda til að Hannes og Tómas taki bréf Jónasar góð og gild sem veruleika. Hvorugur skoðar bréfin sem texta eftir Jónas. Hjá báðum er frásögn Jónasar sjálfs í bréfi til Páls Melsteðs8 tekin upp sem sönn lýsing á „því sem var“. Meira að segja orðalagi Jónasar er haldið. Hvorki Hannesi né Tómasi dettur í hug að hann geti verið að lýsa því lífi sem hann „vildi að væri“ eða því lífi sem hann vill að Páll haldi að sé hans. Bréf Jónasar eru þar með orðin „saga“ - en hvers konar saga? I fyrstu bréfum sínum er Jónas fjöðrum fenginn og hrifinn af Soro og íbúum hennar. I bréfinu til Páls Melsted lætur hann töluvert af kunnings- skap sínum við Hauch og Ingemann og þeirri borgaralegu menningu og „biedermeyer"9 sem hann sé nú hluti af. Menntaskólinn í Soro var endurreistur árið 1822. í nýja skólanum var aðaláhersla lögð á náttúruvísindi og nútímamál og skólinn þótti bæði nú- tímalegur og merkilegur. Fáir nemendur voru teknir í skólann og ætlast til að kennarar hefðu olnbogarúm til fræði- og frægðarstarfa. Menntamenn í Kaupmannahöfn töluðu sumpart í öfund og sumpart í háði um „Soro- aðalinn". Til skólans völdust nefnilega kennslukraftar sem gerðu Soro að menningarmiðstöð. Frægastir voru Hauch og Ingemann, báðir áberandi í danskri síðrómantík. Bernhard Severin Ingemann (1789-1862) var tilfinninga- og trúmaður mikill. Flestir norðurlandabúar þekkja sálm hans „Dejlig er jorden“ eða „Fögur er foldin“. Ingemann var jafnvígur á allar bókmenntagreinar. Fræg- astur varð hann samt fyrir skáldsögur sínar en sú bókmenntagrein hófst til nýrrar virðingar á fyrstu áratugum nítjándu aldarinnar. Carsten Hauch (1790-1872) var ljóðskáld og náttúrufræðingur og skrifaði meðal annars um 342
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.