Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 17
Adrepur
líklega einu sinni fyrir (og þarfnast það svosem engrar réttlætingar). En mér
verður hugsað til nokkurra annarra einstaklinga í bókmenntaumræðu hér á
landi sem geta tekið þetta skot til sín einmitt vegna þess hvernig það er orðað.8
En hvers vegna þarf að velkjast í vafa um skírskotun hér? Það er vegna þess
að Halldór er að dylgja um eitthvert ódýrt bókmenntafræðilegt vinnulag sem
hann vill þó ekki eða þorir ekki að bera beint upp á neinn einstakling. Þetta er
almennt orðað en þó er þetta andhverfa þeirrar almennu umræðu og gagnrýni
sem er eftirsóknarverð og felur ekki i sér persónulegar atlögur. Eg held raunar
að þessi dylgjustíll sé engu betri en sá persónulegi skætingur sem ég vék að fyrr
í þessari grein.
Það er fleira sem ég get ekki sætt mig við í grein Halldórs. Einsog áður segir
gagnrýni ég einnig bók Matthías Viðar Sæmundssonar í grein minni og bendi
þá á að sú gagnrýni sé nokkuð skyld þeirri sem fram kemur í bók Halldórs.
Um þetta segir Halldór: „Á sinn sérstæða hátt tekur Ástráður undir þessa
gagnrýni mína („Þótt gagnrýni okkar Halldórs sé nokkuð samhljóða í þessu
efni“, ÁE bls. 289. Skyldi ég hafa séð grein hans áður en ég skrifaði bókina?)“
(194). Hér er kynlega spurt. Hvaða máli skiptir hvor okkar gagnrýndi Matthías
fyrst? Er Halldór virkilega að ýja að því að þar sem hann sé búinn að gagnrýna
bók Matthíasar þá séu aðrir ófærir um að gera það á sjálfstæðum forsendum?!
Það væri óheiðarlegt að koma með nákvæmlega sömu gagnrýni og geta þess
ekki að hún væri þegar komin fram hjá öðrum. Hér er ekki um slíkt að ræða.
Mín gagnrýni er að nokkru leyti á sömu nótum og Halldórs og þess get ég skil-
merkilega í grein minni.
Á einum stað segir Halldór að þar sem tónn minn verði „hvað kennaraleg-
astur verður hann sem betur fer líka svolítið broslegur" og dæmi um það er
þetta:
Ástráður segir mig á einum stað vitna í „þekkta ritgerð" eftir Júrgen Haber-
mas, en telur sjálfur vænlegra að „athuga raunverulegt framlag hans til þess-
arar umræðu" (bls. 282). Rökstyður hann þó ekki með neinum hætti að
framlagið í þessari tilteknu ritgerð sé óraunverulegt. (201)
Hér hefur Halldór rangt við og það gróflega. Eg segi hvergi að framlag Haber-
mas í þessari ritgerð sé óraunverulegt, það er nú öðru nær. Enda væri slíkt frá-
leitt; ég hef fjallað um þessa ritgerð á öðrum vettvangi, m.a. vikið að henni hér
í TMM (4. hefti 1984), og er þess fullvitandi hversu miklu máli hún hefur skipt
í umræðum um módernismann, og þá sérdeilis vestanhafs. Eg benti hinsvegar á
að það sem Halldór sækir sér í grein hans er útlistun Habermas á kenningu
Max Webers um þrískiptingu mannlegrar skynsemi. Eftir að hafa náð sér í hana
fer Halldór síðan aftur að ræða títtnefndan „aldamótamódernisma“. Að tefla
fram Habermas er því lítið annað en nafnakall; Halldór hefði allt eins getað
sótt kenninguna í rit Webers, því hann skeytir ekkert um framlag Habermas,
279