Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 17
Adrepur líklega einu sinni fyrir (og þarfnast það svosem engrar réttlætingar). En mér verður hugsað til nokkurra annarra einstaklinga í bókmenntaumræðu hér á landi sem geta tekið þetta skot til sín einmitt vegna þess hvernig það er orðað.8 En hvers vegna þarf að velkjast í vafa um skírskotun hér? Það er vegna þess að Halldór er að dylgja um eitthvert ódýrt bókmenntafræðilegt vinnulag sem hann vill þó ekki eða þorir ekki að bera beint upp á neinn einstakling. Þetta er almennt orðað en þó er þetta andhverfa þeirrar almennu umræðu og gagnrýni sem er eftirsóknarverð og felur ekki i sér persónulegar atlögur. Eg held raunar að þessi dylgjustíll sé engu betri en sá persónulegi skætingur sem ég vék að fyrr í þessari grein. Það er fleira sem ég get ekki sætt mig við í grein Halldórs. Einsog áður segir gagnrýni ég einnig bók Matthías Viðar Sæmundssonar í grein minni og bendi þá á að sú gagnrýni sé nokkuð skyld þeirri sem fram kemur í bók Halldórs. Um þetta segir Halldór: „Á sinn sérstæða hátt tekur Ástráður undir þessa gagnrýni mína („Þótt gagnrýni okkar Halldórs sé nokkuð samhljóða í þessu efni“, ÁE bls. 289. Skyldi ég hafa séð grein hans áður en ég skrifaði bókina?)“ (194). Hér er kynlega spurt. Hvaða máli skiptir hvor okkar gagnrýndi Matthías fyrst? Er Halldór virkilega að ýja að því að þar sem hann sé búinn að gagnrýna bók Matthíasar þá séu aðrir ófærir um að gera það á sjálfstæðum forsendum?! Það væri óheiðarlegt að koma með nákvæmlega sömu gagnrýni og geta þess ekki að hún væri þegar komin fram hjá öðrum. Hér er ekki um slíkt að ræða. Mín gagnrýni er að nokkru leyti á sömu nótum og Halldórs og þess get ég skil- merkilega í grein minni. Á einum stað segir Halldór að þar sem tónn minn verði „hvað kennaraleg- astur verður hann sem betur fer líka svolítið broslegur" og dæmi um það er þetta: Ástráður segir mig á einum stað vitna í „þekkta ritgerð" eftir Júrgen Haber- mas, en telur sjálfur vænlegra að „athuga raunverulegt framlag hans til þess- arar umræðu" (bls. 282). Rökstyður hann þó ekki með neinum hætti að framlagið í þessari tilteknu ritgerð sé óraunverulegt. (201) Hér hefur Halldór rangt við og það gróflega. Eg segi hvergi að framlag Haber- mas í þessari ritgerð sé óraunverulegt, það er nú öðru nær. Enda væri slíkt frá- leitt; ég hef fjallað um þessa ritgerð á öðrum vettvangi, m.a. vikið að henni hér í TMM (4. hefti 1984), og er þess fullvitandi hversu miklu máli hún hefur skipt í umræðum um módernismann, og þá sérdeilis vestanhafs. Eg benti hinsvegar á að það sem Halldór sækir sér í grein hans er útlistun Habermas á kenningu Max Webers um þrískiptingu mannlegrar skynsemi. Eftir að hafa náð sér í hana fer Halldór síðan aftur að ræða títtnefndan „aldamótamódernisma“. Að tefla fram Habermas er því lítið annað en nafnakall; Halldór hefði allt eins getað sótt kenninguna í rit Webers, því hann skeytir ekkert um framlag Habermas, 279
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.