Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar ir fullt og allt á sama hauginn og kaupauðgisstefna 18du aldar og mark- aðshyggja 19du aldar. Eitt sérkenni á stjórnmálaskoðunum Þórbergs má ég til með að nefna: það gerði hann miklu heilsteyptari og skynsamlegri í skoðunum sínum, að mér fannst, heldur en flokksbræður hans voru upp til hópa hér á Islandi. Það var ekki til þjóðernisstefna í Þórbergi. Hennar verður raunar hvergi vart í skrifum hans. Hann var ekki þjóðernissinni heldur alþjóðahyggju- maður. Honum hefði verið alveg sama þótt íslenzk tunga hyrfi úr sögunni og vonandin eða esperantó, sem ég lærði sem barn fyrst af Stefáni Sigurðs- syni kennara og síðar af Þórbergi sjálfum, kæmi í staðinn. Þetta var fólgið í félagshyggjunni eins og hann skildi hana, og eins og alþjóðahreyfing jafn- aðarmanna hafði yfirleitt skilið hana frá fyrstu tíð. Þess vegna sagði hann að þjóðremban í íslenzkum sameignarsinnum væri - eða öllu heldur ætti að vera - gríma sem þjónaði stundarhagsmunum í dægurmálabaráttunni og ekkert annað. Og að svo miklu leyti sem karlar eins og Einar Olgeirssson, Kristinn E. Andrésson og Magnús Kjartansson væru alvöruþjóðernissinnar væru þeir stórhættulegir menn og sambærilegir við þjóðernisjafnaðarmenn. Sameignarstefna 20stu aldar var í smáu og stóru kirkjuleg kenning: sam- eignarmenn voru trúaðir menn, meira að segja margir hverjir forkláraðir ofsatrúarmenn. Að þessu leyti voru þeir alveg eins og frjálshyggjudraug- arnir frá 19du öld sem nú sveima á meðal okkar í fáeinum eintökum. I þessu efni var Þórbergur, eins og Brynjólfur Bjarnason, heldur notaleg undantekning: þar komu til andatrú hans og guðspeki sem brutu báðar í einu og öllu í bág við hákirkjukenninguna sem var eindregin gamaldags efnishyggja. „Líf eftir dauðann er í algerri andstöðu við kenningar komm- únismans," sagði Ekaterína Fúrtseva menntamálaráðherra Ráðstjórnarríkj- anna við Matthías Johannessen um árið og olli þeim Brynjólfi og Þórbergi nokkrum sálarkvölum svo að lá við öngviti eftir því sem sumir sögðu. En þeir beygðu sig ekki. Þó ekki sé nema vegna þessarar uppreisnar gegn hákirkjunni í Moskvu finnst mér ótækt að segja sameignarstefnu Þórbergs hafa verið tóma fíflsku. En hvað þá um guðspekina og andatrúna? Var andatrúin bara fíflska? Er hún bara fíflska? Ég held ekki. Andatrúin á Islandi er heimspekileg hreyf- ing sem á víða rætur. Ef menn vilja hafa andatrú til marks um heimsku Þórbergs Þórðarsonar, eins og faðir minn gerði og gerir held ég enn, verða þeir að setja á sama heimskustallinn menn eins og Matthías Jochumsson, Harald Níelsson, Einar H. Kvaran, Sigurð Nordal, Brynjólf Bjarnason, og fleiri og fleiri af heldri andans mönnum þessarar þjóðar. Þessi andatrú virð- ist mörgum, eins og pabba, vera fíflskapur vegna þess að hún gengur gegn tvennu sem skylt sé að bera djúpa virðingu fyrir: í fyrra lagi gegn öllum 314
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.